Miðvikudagur 27. mars, 2024
4.8 C
Reykjavik

Hinn forsmáði Rolf Harris er látinn – Níðingurinn sem málaði Bretlandsdrottningu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hinn forsmáði fyrrum skemmtikraftur, Rolf Harris, sem sat inni fyrir að níðast á ungum stúlkum, er látinn, 93 ára að aldri.

Harris var fundinn sekur árið 2014 fyrir röð ósæmilegra árása sem hann framdi á ungum stúlkum og konum á árunum 1968 til 1986. Var hann dæmdur í fimm ára fangelsi og níu mánuðum betur.

Í frétt BBC um andlátið kemur fram að Harris hafi verið sleppt út fangelsi árið 2017 en hann bað fórnarlömb sín aldrei afsökunar.

Áður en glæpir hans komu fram í ljósið hafði hann verið vinsæll fjölskylduskemmtikraftur í Bretlandi.

Ekki hafa dánarorsökin verið kunngjörð.

Harris var fundinn sekur um 12 árásir gegn fjórum stúlkum, oftast á áttunda og níunda áratug síðustu aldar.

- Auglýsing -

Ein sakfelling sem tengdist ósæmilegri árás gegn átta ára stúlku, var snúið við í hærri stigum en hæstaréttardómarar neituðu að snúa við hinum 11 sakfellingunum.

Fórnarlömbin voru meðal annars tvær stúlku á unglingsaldri og vinkonu dóttur Harris.

Málaði drottninguna

- Auglýsing -

Áður en upp komst um glæpi hans hafði hann verið vel þekktur í skemmtanabransanum í Bretlandi og í heimalandi hans, Ástralíu en ferill hans spannaði meira en 50 ár.

Harris kom til London árið 1952, þá 21 árs gamall og stjórnaði snemma fjöldi barnaþátta í sjónvarpinu sem og annarra skemmtiþátta. Þá gerði hann nokkrar þáttaseríur um dýr og listir. Er Elísabet heitin Bretlandsdrottning varð áttræð, árið 2006, málaði Harris málverk af henni.

Á ferlinum hlaut Harri fjöldi verðlauna og viðurkennning en hann hlaut meðal annars inngöngu í Bafta en eftir að hann var dæmdur sekur af glæpum sínum, var hann strípaður af öllum viðurkenningum.

Í réttarhöldunum var hann sagður óhugnanlegur pervert sem notaði frægð sína til að nálgast ungar konur og stúlkur.

„Þú hefur ekki sýnt nokkra iðrun vegna glæpa þinna,“ sagði dómarinn við hann. „Orðspor þitt er rjúkandi rúst en þú getur engum kennt um það nema sjálfum þér.“

Eftir að hann hafði setið inni í þrjú ár í Stafford fangelsinu í Staffordsskíri, var honum sleppt. Flutti hann þá aftur á heimili sitt og konu hans, Alwen, í Bray, Berkskíri. Þau Alwen giftu sig árið 1958. Áttu þau saman dótturina Bindi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -