Mánudagur 15. júlí, 2024
14.8 C
Reykjavik

Ísraelskar leyniskyttur skutu minnst 21 óbreyttan borgara til bana: „Skjóta á allt sem hreyfist“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ísraelskar leyniskyttur drápu að minnsta kosti 21 óbreyttan borgara sem á flótta sínum reyndu að komast að Nasser-sjúkrahúsið í Khan Younis-borg í suðurhluta Gaza.

Fréttamaður Al Jazeera, Hani Mahmoud, sem staðsettur er á Rafah, sagði í dag að leyniskyttur hefðu umkringt sjúkrahúsið og væru að „skjóta á allt sem hreyfist“ þar sem fólk væri að reyna að komast að sjúkrahúsinu frá tveimur þéttbýlum íbúðahverfum í nágrenninu.

„Svæðið í kringum sjúkrahúsið er mjög hættulegt, og hefur breyst í bardagasvæði,“ sagði hann og bætti við að sjúkrahúsið væri eini staðurinn í borginni sem enn átti eitthvað af vatni.

Mannréttindahópr hafa sagt að rannsaka þurfi ítrekaðar árásir ísraelska hersins á sjúkraaðstöður, lækna, hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og sjúkrabíla, sem stríðsglæpi. „Spítalar og aðrar sjúkrastofnanir eru borgaralegir staðir, sem njóta verndar alþjóðlegara mannréttindalaga eða stríðslaga,“ segja Human Rights Watch-samtökin.

Mahmoud segir þetta „nýja stefnu um markviss morð“ hjá leyniskyttum Ísraelshers, sem skjóti Palestínumenn á götum úti. Þá sé fólkið sem kemur hlaupandi frá sjúkrahúsinu til að sækja líkin, auðvelt skotmark.

„Árásarflygildi réðust einnig á hóp ungs fólks sem safnast hafði saman á þaki spítalans. Voru þau á þakinu til að reyna að ná netsambandi við ættingja sína en Ísraelsher hefur slökkt á netsambandi á Gaza,“ sagði blaðamaðurinn.

- Auglýsing -

Auk al-Amal sjúkrahúsið, er Nasser sjúkrahúsið það stærst í Khan Younis. Bæði sjúkrahúsin hafa verið undir umsátri svo vikum skiptir eða eins og Ísraelsher orðað það, hefur hann „umkringt“ svæðið og aukið árásir sínar úr lofti, landi og láði.

Fjöldi Palestínubúa, sem hafa neyðst til að fara á flótta í fyrri árásum Ísraela, á öðrum svæðum, eiga nú eftir fáa valkosti inni á Nasser-sjúkrahúsinu, ásamt takmörkuðu starfsliði sjúkrahússin og sjúklingum, sem allir hafa lítið að borða og drekka.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -