Laugardagur 18. maí, 2024
6.8 C
Reykjavik

Ísraelskir hermenn sagðir hafa tekið 11 karlmenn af lífi fyrir framan börn þeirra og konur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna kallar eftir sjálfstæðri rannsókn á ásökunum um aftöku ísraelskra hermanna á að minnsta kosti 11 karlmönnum á Gaza en hinn meinti verknaður kallar mannréttindaskrifstofan „mögulegan stríðsglæp.“

„Ísraelsk yfirvöld þurfa að setja af stað sjálfstæða rannsókn undir eins, ítarlega og skilvirka rannsókn á þessum ásökunum og ef þær eru á rökum reistar verður að draga þá sem bera ábyrgðina fyrir rétt og gera ráðstafanir til að koma í veg fyrir að slík alvarleg brot endurtaki sig,“ segir í yfirlýsingu frá skrifstofu mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna (OHCHR) sem send var út á miðvikudaginn.

Al Jazeera fréttastofan ræddi við nokkur vitni að árásinni á þriðjudaginn, þar sem ísraelskir hermenn eru sagðir hafa umkringt og ráðist inn í íbúðarhús, farið hæð til hæðar til að aðskilja mennina frá konunum og börnum og síðan skotið 11 mannanna til bana fyrir framan fjölskyldumeðlimi þeirra. Mennirnir voru á milli tvítugs og þrítugs, að sögn eftirlifenda.

„Þeir sáu okkur, menn og konur þeirra og börn. Mágur minn reyndi að tala og útskýra að allir í húsinu væri óbreyttir borgarar, en þeir skutu hann til bana,“ sagði einn eftirlifandi við Al Jazeera um árásina á fjölskyldur sem sótt höfðu skjól í al-Adwa byggingunni í Remal-hverfinu í Gaza-borg.

Hermennirnir „þröngvuðu sér inn á hvert heimili, drápu mennina og handtóku konurnar og börnin. Við vitum ekki hvar þau eru. Þeir gerðu það sama á hverri hæð. Öllum konum var safnað saman í einu herbergi. Þegar þeir komu til okkar á sjöttu hæð fóru þeir að skjóta alla karlmennina,“ sagði kona sem var vitni og bætti við að tengdafaðir hennar og sonur hafi verið skotnir og drepnir samstundis.

Eftirlifandi nokkur sagði einnig að ísrelskir hermenn hefðu líka ráðist á konur og börn eftir að hafa skipað þeim að fara inn í herbergi í íbúðarblokkinni, sem einnig er kölluð Annan byggingin.

- Auglýsing -

„Ísraelskir hermenn söfnuðu saman öllum konunum í eitt herbergi, hentu þremu handsprengjum á okkur og skutu síðan úr vélbyssum sínum á okkur,“ sagði særð kona í samtali við Al Jazeera.

„Ég fékk skot í höndina, dóttir mín fékk skot í höfuðið, yngri dóttir mín var myrt og sonur minn er blindur. Maðurinn minn var tekinn af lífi með köldu blóði. Allar aðrar dætur mínar hlutu alvarlega áverka, beinbrot og opin sár. Við urðum öll fyrir byssukúlum eða sprengjubrotum,“ bætti hún við.

Tamer Qarmout, lektor við Doha Institute for Graduate Studies, fagnaði ákalli Sameinuðu þjóðanna um rannsókn á hinum „ólögmætu morðum“ en sagði Al Jazeera að lykilatriðið sé hvernig slíkar rannsóknir verði framkvæmdar.

- Auglýsing -

Engum þeirra aðila sem gætu rannsakað meinta glæpi Ísraela gegn Palestínumönnum er sem stendur hleypt inn á Gaza-svæðið, sagði Qarmout við Al Jazeera.

Önnur vitni sögðu að mennirnir hafi verið neyddir til að afklæðast áður en þeir voru skotnir og einn maður sagði að „jafnvel ungum drengjum hafi ekki verið hlíft. Þeir urðu allir fyrir barðinu á þeim og barðir. Þeir beinbrotnuðu og eru á sjúkrahúsi.“

Engar athugasemdir hafa borist frá ísraelska hernum um árásina.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -