Sunnudagur 14. júlí, 2024
12.4 C
Reykjavik

Játaði í kveðjubréfi að hafa myrt ungabarn og föður þess nokkrum dögum fyrir fjöldamorðið

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Árásarmaðurinn sem réðst inn í Univerzita Karlova í Prag í Tékklandi þann 21.desember síðastliðinn skrifaði kveðjubréf sem lögregla fann á heimili hans. Árásarmaðurinn, David Kozak (24) skaut fjórtán til bana í háskólanum en fyrir árásina myrti hann einnig föður sinn. Í bréfinu sem David skildi eftir kemur fram að hann beri ábyrgð á dauða karlmanns og ungabarns sem voru skotin til bana í nærliggjandi skóglendi þann 15.desember. Fórnarlömb hans voru því sautján talsins.

David var á löngum lista yfir þá sem voru grunaðir um morðið á feðginunum en lögregla hefur sagt harma það að hafa ekki náð að ræða við hann áður en hann fór í háskólann. 25 manns særðust í skotárásinni en samfélagið er enn í áfalli vegna ódæðisins. Þá hefur Vit Rakusan innanríkisráðherra skorað á alla bæjarstjóra landsins að sleppa fyrirhuguðum flugeldasýningum þann 31.desember vegna harmleiksins.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -