Miðvikudagur 23. október, 2024
3 C
Reykjavik

Kennari ákærður eftir að upp komst um ástarsamband milli hennar og nemanda

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sérkennari í Bandaríkjunum hefur verið ákærður eftir að hafa stundað kynlíf með menntaskólanema. Foreldrar drengsins eru reiðir vegna málsins og halda því fram að skólinn hafi hunsað ábendingar um ástarsambandið mánuðum saman.

Kennarinn, Kara Lee(26), hefur nú verið ákærð fyrir þrjú brot en kynntist hún nemanum í Cross County High School þar sem hún starfaði. Atvikin eru sögð hafa átt sér stað í nóvember og desember á síðasta ári en ástarsambandið hófst mörgum mánuðum áður. Lögregla hefur greint frá því að nemendur hafi vitað af sambandinu og látið skólayfirvöld vita löngu áður en aðhafst var í málinu. „Þetta gerir mig sorgmædda en þetta gerir mig líka reiða,“ sagði Madisyn Hill, ung kona í samtali við WREG. „Ég á systkini sem eru í skólanum og þau sögðu í rauninni bara að þetta hefði gerst og þessi drengur væri að senda henni tölvupóst eða spjalla við hana einhvern veginn og þannig þróaðist þetta.“

Í yfirlýsingu sem Nathan Morris, skólastjóri Cross County, gaf út fyrir helgi segir: „Skólayfirvöld Cross County hefur núll-umburðarlyndi gagnvart óviðeigandi samskiptum kennara og nemenda og mun halda áfram að gera sitt besta til að veita nemendum öruggt og heilbrigt menntaumhverfi.“

Þá mun þetta vera annað málið af slíku tagi sem komið hefur upp á svæðinu á aðeins nokkrum mánuðum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -