Laugardagur 27. apríl, 2024
6.8 C
Reykjavik

Konan sem þóttist vera Madeleine biðst afsökunar: „Bjóst ekki við að ég fengi líflátshótanir“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Konan sem reyndi að telja heiminum trú um að hún væri Madeleine McCann hefur beðist afsökunar á framkomu sinni. Kona, að nafni Julia Wandelt (22), steig fram á samfélagsmiðlum á seinasta ári og sagðist vera viss um að hún væri Madeleine.

Madeleine hvarf sporlaust þegar hún var í fríi með foreldrum sínum í Portúgal árið 2007 en málið vakti heimsathygli. Leynilögreglumenn hafa síðan reynt að komast að því hvað varð um litlu stúlkuna. Eftir að Julia steig fram á samfélagsmiðlum skapaðist mikill fjölmiðlastormur en síðar kom í ljós að hún var frá Póllandi og átti við andleg veikindi að stríða.

Julia steig fram í hlaðvarpsþáttaröðinni „Why Do You Hate Me?“ nýverið og sagðist sjá eftir gjörðum sínum. ,,Ég ætlaði aldrei að særa neinn,‘‘ sagði hún og bætti við að henni hafi langað að vita hver hún væri í raun og veru. „Ég vissi að sumir myndu ekki trúa mér eða hata mig, en ég bjóst ekki við að ég fengi líflátshótanir. Þetta var eitthvað sem ég skildi ekki. Fólk vissi að ég var misnotuð og þau vissu öll að ég glímdi við þunglyndi,“ sagði Julia. „Ég var að reyna að vera sterk, jafnvel þegar fólk sagði ,,Þú ættir að vera drepin. Þú ættir ekki að vera til í þessum heimi.“ Framkoma Juliu vakti gríðarlega reiði en sjálf segist hún sjá eftir því að hafa stofnað Instagram-reikninginn sem varð til þess að fjölmiðlar fjölluðu um málið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -