Föstudagur 26. apríl, 2024
6.1 C
Reykjavik

Læknir myrti ungbarn sitt og tók eigið líf: „Vissum ekki einu sinni að hún væri ófrísk“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Virtur læknir í New York fannst látin ásamt nýfæddu barni sínu á heimili fjölskyldunnar þar sem lögreglan hafði tvisvar verið kölluð út í sumar.

Læknirinn Krystal Cascetta var fertug þegar hún banaði fjögurra mánaða gamalli dóttur sinni með skotvopni áður en hún tók eigið líf. Foreldrar hennar voru á heimilinu og komu að Krystal og barni hennar látnum. Ekki hefur verið staðfest hver hringdi á neyðarlínu en vitað er að símtalið kom frá einhverjum inni á heimilinu. Sá heyrði skothvelli innan úr herbergi Krystal sem hafði læst sig inni. Áður en tækifæri gafst á að brjóta sér leið inn heyrðist annar hvellur.

Í samtali við New York Post sagði nágranni fjölskyldunnar frá tíðum útköllum viðbragðsaðila á heimili Krystal. „Lögregla og sjúkraflutningamenn voru hér tvisvar, jafnvel þrisvar núna í sumar.“
Nágrannar segja fjölskylduna hafa haldið sig mikið út af fyrir sig en voru vingjarnleg og kurteis þegar þau gáfu sig á tal við aðra. „Þau kynntu sig þegar þau fluttu hingað fyrir tveimur árum. Svo heyrðum við ekki meira frá þeim. Við vissum ekki einu sinni að hún væri ófrísk.“

Eiginmaður Krystal, Tim Talty, var ekki á heimilinu þegar hörmungarnar áttu sér stað. Ungabarnið var eina barn þeirra.
„Lögreglan í New York rannsakar nú morð og sjálfsvíg í bænum Somers. Rannsókn á vettvangi hefur leitt í ljós að um klukkan sjö að morgni hafi Krystal farið inn í herbergi ungbarnsins og skotið það til bana. Þá hafi hún snúið vopninu að sér sjálfri og tekið eigið líf,“ sagði í yfirlýsingu frá rannsóknaraðilum.

 

Krystal Cascetta og eiginmaður hennar Tim Talty.

 

- Auglýsing -

Krystal var aðstoðarprófessor í læknisfræði við Icahn School of Medicene. Hún sérhæfði sig meðal annars í brjóstakrabbameini, krabbameini í æxlunarfærum kvenna, sarkmeinum og krabbameini í meltingarfærum. Hún útskrifaðist sem læknir frá Albany Medical College árið 2009.

„Hún var stjarna í sinni grein, indæl, bráðgáfuð og góður íþróttamaður. Ég veit ekki hvað var að gerast í lífi hennar sem varð til þess að hún ákvað að enda líf sitt en ég veit að stór hópur af sjúklingum og samstarfsfólki syrgir. Henni þótti mjög vænt um sjúklinga sína og ég er þakklát fyrir að hafa verið ein af þeim,“ skrifaði Kambri Crows, vinkona Krystal á Facebook síðu sinni.

 

- Auglýsing -
Hægt er að leita hjálpar á bráðamóttöku geðþjónustu Landspítalans við andlegum erfiðleikum eftir fæðingu. Einnig býðst konum hjálp í ungbarnavernd heilsugæslunnar.
Sími geðsviðs á Landspítala við Hringbraut: 543-4050

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -