Föstudagur 26. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Létti sig um 100 kg til að komast í draumarússíbanann: „Hann breytti lífi mínu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jared Ream var 215 kg. þegar hann ákvað að létta sig í þeim tilgangi að geta farið í Orion, nýjan rússíbana í skemmtigarðinum Kings Island sem staðsettur er í Mason í Ohio í Bandaríkjunum.

Ream sem er 35 ára og búsettur í Daytona í Ohio er mikill áhugamaður um rússíbana, og eru þeir helsta ástríða hans í lífinu. Í bréfi sem hann skrifaði og birtist á Dayton.com kemur fram að hann hefur ávallt verið stór maður, hann er 2,6 metrar á hæð og þegar hann var þyngstur var hann yfir 200 kg. Ream segir að stærð hans hafi oft valdið því að hann gat ekki farið í rússíbana.

„Það er ekkert verra en að þurfa að ganga í burtu frá rússíbana af því að þú mátt ekki fara með honum, það vitum við sem erum of hávaxin og/eða of þung,“ segir Ream. „Öryggisfestingarnar komast ekki utan um þig, þær meiða mann og ég veit alveg hvernig það er.“

Ream er meðlimur í félagi bandaríska áhugamanna um rússíbana. Þrátt fyrir ástríðu hans á rússíbönum, en Ream segir að hugur hans sé eins og alfræðiorðabók af skemmtigörðum og þekkingu um rússíbana, ákvað hann að hætta að stunda áhugamál sitt þegar hann byrjaði í skrifstofuvinnu. Þyngd hans jókst vegna skorts á hreyfingu og vegna óhollustu í mataræði.

„Þegar ég varð yfir 150 kg vissi ég að ég myndi ekki lengur komast í rússíbana,“ segir Ream. „Sjálfstraust mitt minnkaði, blóðþrýstingur og kólesteról jókst. Ég hætti að vigta mig af því að það jók bara á þunglyndið. Ég hætti að fara í skemmtigarðana af því að ég sá að það var engin ástæða til þess. Síðustu tíu ár hafa margir frábærir rússíbanar verið byggðir og ég hef misst af ferð með flestum þeirra.“

Jared Ream

Á þessum tíma var Ream búinn að prófa 295 rússíbana og var búinn að gefast upp á því markmiði sínu að ná 300.

- Auglýsing -

Í ágúst 2019 frétti Ream að Kings Island skemmtigarðurinn, sem hann heimsótti oft sem barn með fjölskyldu sinni, væri að fá nýtt tæki: Orion, 90 metra háan rússíbana hannaðan af uppáhaldsframleiðanda Ream, B&M.

„Þarna kom loksins hvatningin sem mig vantaði,“ segir Ream.  „Ég var búinn að lofa sjálfum mér því að ef rússíbani hannaður af B&M kæmi í Kings Islands, þá myndi ég taka mér ferð með honum, sama hvað. Ég ákvað daginn sem ég las tilkynninguna að grenna mig og fara ferð með rússíbananum opnunardaginn,“ segir Ream, sem keypti sér vigt sama dag og þá var hann 215 kg. Hann æfði sig í bílskúrnum heima hjá sér, passaði vel upp á mataræðið og fastaði, auk þess að sofa tíu klukkustundir á dag. Á 321 degi missti hann 95 kg.

Ream mættur í draumaferðina

Ream var boðið að vera við sérstaka opnun 1. júlí, degi áður en opnað var að nýju fyrir almenning eftir að skemmtigarðurinn lokaði tímabundið vegna kórónuveirufaraldursins.

- Auglýsing -

„Þegar ég labbaði inn garðinn þá hugsaði ég stöðugt um hversu heppinn ég væri að vera þar. Ekki aðeins var allt erfiðið gott fyrir mig heilsu minnar vegna, heldur gat ég líka leyft mér að njóta ástríðu minnar aftur, nokkuð sem ég hafði ekki leyft mér í nokkur ár.“

Eftir að Ream hafði prófað að festa sig í prufusæti, fór hann í röðina og fór loksins ferð með rússíbananum, sem varð sá 300-asti sem hann tók sér ferð með.

„Þú sást það ekki vegna grímunnar sem ég var með, en ég var eitt sólskinsbros. Ég var svo hamingjusamur og spenntur að ég gleymdi að líta í kringum mig og njóta útsýnisins. Við vorum strax komin á toppinn og á leiðinni niður fyrsta frábæra „droppið.“ Restin af ferðinni flaug hjá. Þar sem ég var einn vegna reglna um fjarlægð milli fólks, þá leyfði ég handleggjum og fótum að slengjast til og frá.“

Þegar ferðinni lauk fór Ream aðra ferð, og svo aðra, og þá fjórðu til. Í hvert skipti sat hann á nýjum stað. Hann segir að margir skilji það ekki, en Orion rússíbaninn var hvatningin sem hann þurfti á að halda til að breyta lífi sínu.

„Bara hugmyndin um rússíbanann gaf mér innblástur til að breyta lífi mínu. Ég hafði mikið fyrir því að komast ferð með þessu tryllitæki. Ég get í sannleika sagt að það var þess virði, og ég veit að ég get farið fleiri og fleiri ferðir það sem eftir er ævinnar.“

Jared Ream

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -