Fimmtudagur 16. maí, 2024
7.8 C
Reykjavik

Móðir Melaniu Trump er látin: „Sterk kona sem bar alla tíð af sér þokka, hlýju og reisn“ 

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Móðir forsetafrúarinnar fyrrverandi, Melaniu Trump, er látin, 78 ára að aldri.

Amalija Knavs, móðir Melaniu Trump er látin en þetta staðfestir Trump í tilkynningu á samfélagsmiðlinum X. „Það er með djúpri sorg sem ég tilkynni um andlát minnar elskulegu móður, Amalija,“ skrifaði Melania í gær. „Amalija Knavs var sterk kona sem bar alla tíð af sér þokka, hlýju og reisn. Hún var algjörlega helguð eiginmanni sínum, dætrum, barnabarni og tengdasyni. Við munum sakna hennar ómælandlega mikið og halda áfram að heiðra og elska afleifð hennar.“

Ekki liggja dánarorök fyrir enn en fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, minntist á það á viðburði í Florida fyrr í mánuðinum, að tengdamóðir hans væri „mjög veik.“

Knavs, sem var frá Slóveníu, var textílstarfsmaður en hún og eiginmaður hennar Viktor, áttu heimili í Slóveníu en frá því að barnabarn þeirra, Barron Trump fæddist árið 2006, hafa þau eytt mestum tíma sínum í New York.

Donald Trump minntist tendamóður sinnar á Instagram þar sem hann birti ljósmynd af sér og Knavs. „Þetta er mjög sorglegt kvöld fyrir alla Trump fjölskylduna!!! Hin frábæra og fallega móðir Melaniu, Amalija, er nú farin á fallegan stað á himnum. Hún var ótrúleg kona og orð fá ekki lýst hversu mikið hennar verður saknað!“

Fréttin er unnin upp úr frétt Eonline.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -