Þriðjudagur 5. nóvember, 2024
11.1 C
Reykjavik

Raunveruleikastjarna framdi sjálfsvíg: „Sarah Becker var búin til úr hreinu sólskini“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sarah Becker, sem tók þátt í fimmtu þáttaröð raunveruleikaþáttarins frá MTV, The Real World, framdi sjálfsvíg 23. júní, að því er fram kemur í frétt TMZ. Hún var 52 ára gömul.

Ættingi Söruh sagði við slúðurmiðilinn að hún hefði látist á sunnudaginn en hún hafði búið í Illinois undanfarið til að sjá um ástvini sína. Hún hafði glímt við andlega erfiðleika síðustu mánuði. Þrátt fyrir hennar persónulegu baráttu, segja ættingjar hennar að hún hafi lyft anda allra í kringum hana.

„Sarah Becker var búin til úr hreinu sólskini,“ sagði vinur hennar, Daniel Norton á Facebook 23. júní. „Full af krafti og jákvæðni, þú gast ekki annað en fundið hlýju hennar þegar þú stóðst nærri henni. Ég er þakklátur fyrir ævintýri okkar og hlátur.“

Þegar Sarah tók þátt í Miami-þáttaröð Real World-raunveruleikaþáttanna, vann hún í myndasögubúð, hafði gaman af hjólabrettum og vakti athygli þegar hún kom með hvolp á heimilið þar sem aðrir þátttakendur bjuggu.

Sarah, sem þá var 25 ára og kom frá La Jolla í Kaliforníu, tók þátt í Real World ásamt meðal annars Dan Renzi, Melissu Padrón, Joe Patane, Mike Lambert, Floru Alekseyeun og Cynthiu Roberts. Mörg þeirra minntust Söruh á samfélagsmiðlunum þegar andlátsfréttin barst.

„RIP Roomy (ísl herbergisfélagi),“ skrifaði Cynthya 23. júní í Instagram-story, auk þess að birta ljósmynd af Söruh. „Ég bið til Guðs um að það sé hamingja fyrir þig hinum meginn.“

Flora sagði að þó að þær hefðu ekki talað saman frá því að þær voru í þættinum 1996, þá eigi hún margar hlýjar minningar um hana.

- Auglýsing -

„Hún var óeigingjarnasta manneskja sem ég þekkti,“ skrifaði hún á Instagram á sunnudaginn. „Hún var alltaf góð og hjálpsöm við alla. Ég hef ekki talað við hana í mörg ár og vissi ekki að hún ætti erfitt. Ég bið fyrir fjölskyldu hennar. “

Ef ein­stak­ling­ar glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir er bent er á Hjálp­arsíma Rauða kross­ins 1717 og netspjall Rauða krossins 1717.is. Opið allan sólarhringinn. Einnig má hafa sam­band við Píeta-sam­tök­in sem veita ókeyp­is ráðgjöf í síma 552-2218, allan sólarhringinn. Netspjall Heilsuveru þar sem svarar hjúkrunarfræðingur er líka opið frá kl.8-22 alla daga. Fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi má fá stuðning í sorg hjá Sorgarmiðstöð og hjá Pieta samtökunum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -