Mánudagur 22. júlí, 2024
9.8 C
Reykjavik

Saka Ísraela um að svelta Gaza-búa viljandi: „Ættu að tala gegn þessum viðbjóðslega stríðsglæp“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Alþjóðleg mannréttindasamtök saka Ísrael um að nota hungursneyð sem vopn í stríðinu á Gaza.

Mannréttindasamtökin Human Rights Watch (HRW) segja í fréttatilkynningu sem birtist í dag, að Ísraelar séu vísvitandi að svipta Palestínumenn aðgangi að mat, vatni og öðrum nauðsynjum. Notkun hungursneyðar gegn óbreyttum borgurum er stríðsglæpur, staðhæfa samtökin og kalla eftir því að þjóðarleiðtogar heimsins grípi inn í.

Í fréttatilkynningunni er vitnað í yfirlýsingar ráðamanna í Ísrael, viðtöl við eftirlifendur, skýrslur frá hjálparsamtökum og sannanir frá gervihnattamyndefnum, til að sýna fram á að Ísrael notist „vísvitandi við stefnu  sem ætlað er að svipta Palestínumenn nauðsynlegum auðlindum fyrir daglegrar tilveru“. Þá segir einnig: „Ísraelar hafa í meira en tvo mánuði svipt íbúa Gaza aðgangi að mat og vatni, sem er stefna sem stutt er af ísraelskum ráðamönnum og endurspeglar ásetning um að svelta óbreytta borgara í hernaðar skyni,“ segir Omar Shakir, forstjóri Human Right Watch í Ísrael og Palestínu.

„Leiðtogar heims ættu að vera að tala gegn þessum viðbjóðslega stríðsglæp, sem hefur haft hræðilegar afleiðingar fyrir Gazabúa,“ bætti hann við.

Yfirlýsins samtakanna koma á sama tíma og Ísraelsstjórn verður fyrir sí stækkandi pressu, bæði innanlands og utan, vegna þess fjölda af óbreyttum borgunum sem drepnir í stanslausum sprengjuárásum á Gaza.

Ísraelar hafa drepið að minnsta kosti 18.787 manns, þar af um 8.000 börn, og sært um 50.897. Þá er talið að þúsundir manna séu grafnir undir rústum húsa.

- Auglýsing -

Ræður og yfirlýsingar frá ísraelskum embættismönnum sem stuðla að þeirri stefnu að loka vísvitandi á aðgang að nauðsynlegum auðlindum fyrir íbúa Gaza, benda til þess að Ísraelar hafi ekki reynt að fela þessar fyrirætlanir, sagði HRW í yfirlýsingu sinni.

Jafnvel í upphafi sóknar Ísraela, sagði varnarmálaráðherra Ísrael, Yoav Gallatnt, eins og frægt er orðið, að Ísrael væri að „setja á algjört umsátur um Gaza … ekkert rafmagn, enginn matur, ekkert vatn, ekkert eldsneyti, þetta er allt lokað.“ Réttlætti ráðherrann svo stefnuna með því að lýsa Palestínufólk sem „dýrslegu fólki.“

Fréttin er unnin upp úr frétt Al Jazeera.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -