Mánudagur 15. júlí, 2024
12.8 C
Reykjavik

Sextán ára ungmenni dæmd fyrir morð – Talaði um Briönnu sem „bráð“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tvö sextán ára bresk ungmenni voru fyrr í mánuðinum dæmd fyrir morðið á hinni sextán ára gömlu Briönnu Ghey í febrúar síðastliðnum. Lengd refsingarinnar verður ákveðin í janúar á næsta ári en málið vakti mikla athygli. Saksóknari í málinu sagði það vera virkilega óhugnalegt en Guardian greindi frá. Stúlkan sem var dæmd fyrir morðið var hugfangin af raðmorðingum en þær Brianna höfðu aðeins þekkst í nokkra mánuði áður en hún byrjaði að skipuleggja morðið. Drengurinn og stúlkan höfðu rætt sín á milli á samfélagsmiðlinum WhatsApp. Á samskiptunum mátti sjá að þau höfðu ætlað sér að myrða annan dreng en þeim hafi ekki tekist að lokka hann í almenningsgarðinn. Strákurinn talaði um Briönnu sem „bráð“ og „það“.

Rannsóknarlögreglumaðurinn, Nigel Parr, sagði fyrir dómi að eina ástæðan fyrir morðinu væri sú að ungmennin hafi viljað vita hvernig það væri að fremja morð en Brianna fannst í almenningsgarði með 28 stungusár á líkamanum. Eftir að lögregla handtók ungmenninn snerust þau gegn hvort öðru og sökuðu hvort annað um morðið. Drengurinn sagði stúlkuna vera satanista en eftir að morðvopnið fannst í herbergi hans hætti hann að tala. Móðir Briönnu segir hana hafa verið lífsglaða stúlku sem dreymdi um frægð og frama á samfélagsmiðlinum Tik-Tok. Hún hafi einnig verið fyndin og hugrökk.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -