Miðvikudagur 29. júní, 2022
12.8 C
Reykjavik

Síðustu skilaboðin sem Chris sendi eftir að hafa myrt fjölskyldu sína: „Hvað gerðirðu?“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Í nýju myndbandi sem komist hefur í dreifingu á netinu má sjá skýrslutöku Nichol Kessinger hjá lögreglu, hvar hún sýnir textaskilaboð sem þáverandi kærasti hennar, Chris Watts, sendi henni stuttu eftir að hann myrti fjölskyldu sína.

Chris Watts var sakfelldur fyrir að myrða ófríska eiginkonu sína, Shanann Watts, og dætur þeirra tvær, Bellu og Cece, árið 2018. Upphaflega hafði hann farið mikinn í samskiptum við lögreglu og fjölmiðla þegar í ljós kom að Shanann og dætur þeirra voru „týndar“. Chris lék hlutverk áhyggjufulla fjölskylduföðurins á meðan fjölskylda, vinir og lögregla leitaði að mæðgunum. Hann kom meðal annars fram í fréttatíma sjónvarpsins og bað um að elskuleg eiginkona hans og dætur myndu skila sér til baka á heimili fjölskyldunnar, í Colorado í Bandaríkjunum, heilu og höldnu.

Chris, Shanann og dætur þeirra tvær, Bella og Cece.

Viðhélt ímynd elskandi fjölskylduföðurs

Tilkynnt var um hvarf mæðgnanna þann 13. ágúst árið 2018. Chris játaði síðar að hafa myrt þær Shanann, sem var komin 15 vikur á leið með þriðja barn þeirra, Bellu, fjögurra ára og Cece, þriggja ára, og falið lík þeirra á vinnusvæði sem hann starfaði á dagana í kringum morðin.

Hann játaði morðin á sig fyrir dómi þann 6. nóvember árið 2018 og fékk fimm samfellda lífstíðardóma, án möguleika á reynslulausn.

Í ljós kom að Chris hafði haldið framhjá Shanann um nokkurt skeið og var farinn að bera eitraðar tilfinningar til eiginkonu sinnar. Það hvernig honum tókst að viðhalda ímynd sinni sem elskandi eiginmaður og fjölskyldufaðir á meðan undir niðri blunduðu slíkar hvatir og siðleysi, reyndist aðstandendum afar þungbært og hrollvekjandi.

Málið var reifað í heimildarþáttunum „American Murder: The Family Next Door“ á Netflix.

Shanann Watts

„Hvar er fjölskyldan þín?“

- Auglýsing -

Í myndbandinu sem fór í dreifingu nýverið, sem var tekið upp þegar lögreglurannsóknin á hvarfi mæðgnanna var enn í gangi, sagði Nichol, hjákona Chris, frá sambandi þeirra tveggja og greindi frá því hvernig hún gekk á hann eftir að hvarf fjölskyldu hans komst í fréttirnar.

Vefmiðillinn People hefur gengið úr skugga um raunmæti myndbandsins, sem er að sögn þriggja klukkstunda langt. Í því fer Nichol yfir textaskilaboð sem þau Chris skiptust á eftir hvarf Shanann og systranna tveggja.

„Ég spurði hann ítrekað, „Hvað gerðirðu Chris? Hvað gerðirðu?““ sagði Nichol. „Ég spurði hann, „Hvar er fjölskyldan þín?““

- Auglýsing -

Nichol sagðist hafa fundið fyrir miklu álagi á þessum tímapunkti og að hún hafi sent honum önnur skilaboð, þar sem hún sagði: „Ef þú gerðir eitthvað slæmt þá muntu eyðileggja líf þitt og mitt líf líka. Ég lofa þér því.“ Hún segir Chris hafa svarað á eftirfarandi hátt: „Ég skaðaði fjölskylduna mína ekki, Nicky.“

Nichol segir þetta hafa verið síðustu textaskilaboð sem hún fékk frá Chris. „Ég sagði ekki eitt einasta orð við hann eftir þetta,“ sagði hún við rannsóknarlögreglumennina.

 

Getur ekki fundið rauð flögg þegar hún horfir til baka

Í myndbandinu segir Nichol einnig að Chris hafi sagst vera farinn frá eiginkonu sinni; þau væru skilin að borði og sæng en að hann ætlaði sér að sækja um lögskilnað. Hún sagði lögreglumönnunum sem yfirheyrðu hana að Chris hefði þó aldrei verið „fjandsamlegur“ þegar hann talaði um fjölskyldu sína.

„Við áttum nokkrar samræður um samband hans og hvernig það hafði þróast,“ sagði Nichol í yfirheyrslunum, samkvæmt People. „Það var aldrei nein reiði. Það var enn bara vingjarnlegt. Hann sagði bara: „Þetta er ekki að ganga.““

Nichol sagði lögreglu að hegðun Chris í gegnum samband þeirra hefði aldrei verið „óvenjuleg eða ógnandi á neinn hátt.“

„Jafnvel enn þann dag í dag, eftir allt sem ég hef komist að, þá horfi ég ennþá til baka og get ekki séð nein rauð flögg, engar viðvörunarbjöllur, varðandi það hvernig hann talaði um fjölskylduna sína,“ sagði hún.

 

Ef þú, eða einhver nákominn þér býr við heimilisofbeldi, bendir Mannlíf á eftirfarandi upplýsingar frá lögreglu:
https://www.logreglan.is/fraedsla/ofbeldi/heimilisofbeldi/

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -