Laugardagur 20. júlí, 2024
9.8 C
Reykjavik

Tveir starfsmenn Fox-fréttastofunnar létust á Þorláksmessu: „Hann elskaði vinnuna sína“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tveir starfsmenn Fox-fréttastofunnar létust rétt fyrir jól.

Fréttamaðurinn Matt Napolitano og rekstrarstjóri Chicago-deildar Fox, Adam Petlin létust báðir rétt fyrir jólahátíðina.

Eiginmaður Napolitano, Ricky Whitcomb staðfesti sorgarfréttirnar um að andlát hins 33 ára Matt, þann 23. desember.

„Það er með miklum trega sem ég deili með ykkur að eiginmaður minn hafi látist í gærmorgun,“ skrifaði Whitcomb á aðfangadag á X (áður Twitter). „Hann elskaði vinnuna sína og elskaði að færa ykkur fréttir í útvarpi og sjónvarpi.“

Whitcomb bætti við að Napolitano hafi „greinst með sjálfsofnæmissjúkdóm fyrir næstum 20 árum og lést vegna sýkingar.“

- Auglýsing -

Í kjölfar fregna af andlátinu dásamaði Suzanne Scott, Forstjóri Fox News Media, framlag Napolitano til fréttamiðilsins. „Matt gerði allt, hann var fréttaþulur, hann skrifaði og framleiddi fyrir hljóðmiðilinn. Og elskaði að geta unnið í fjölmiðlabransanum sem hann þjálfaði fyrir alla ævi sína.“

Petlin, 58 ára, hafði unnið hjá Fox í nærri þrjá áratugi og var einn af þeim fyrstu sem ráðinn var á stöðina 1996. Hann lést einnig 23. desember, eftir langvarandi veikindi, samkvæmt tilkynningu frá Fox.

- Auglýsing -

„Hann var mikilvægur partur af sviðs og framleiðsluteymisins og hæfileikaríkur sjónvarpsljósmyndari,“ skrifaði Scott í tilkynningu frá fréttastöðinni. „Adam var líka mikils metinn af fjölmörgum fréttariturum og fréttaþulum sem voru svo heppnir að hafa verið á staðnum með honum í næstum öllum helstu fréttum síðastliðin 27 árin.“

Petlin lætur eftir sig eiginkonuna Lauren, 18 ára dótturina Ava og 14 ára soninn Luca.

Eonline sagði frá andlátunum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -