Þriðjudagur 16. júlí, 2024
11.8 C
Reykjavik

Tveir unglingspiltar látnir eftir hnífstunguárás

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Greint hefur verið frá nöfnum tveggja unglingspilta sem létust eftir hnífstunguárás í Bristol á laugardagskvöldið síðasta. Piltarnir hétu Max Dixon (16) og Mason Rist (15) en er hópur fólks sagður hafa ráðist á drengina og stungið þá um klukkan hálf tólf að kvöldi. Vinirnir voru fluttir á spítala í kjölfar árásarinnar þar sem þeir voru úrskurðaðir látnir.

Fimmtán ára drengur og 44 ára karlmaður hafa verið handteknir vegna málsins en lögregla leitar enn að fleirum sem eru grunaðir um aðild að málinu. Þá hefur lögregla biðlað til fólks sem átti leið hjá í rútu þegar atvikið átti sér stað að gefa sig fram til lögreglu. Fjöldi fólks hefur minnst vinanna á samfélagsmiðlum meðal annars fótboltaþjálfari Max, Scott Alden, sem skrifaði: „Max, ég hafði ánægju af að þekkja þig og þjálfa þig frá því þú varst ungur strákur. Þú varst glaðlyndasti og fyndnasti strákurinn – mjög hæfileikaríkur fótboltamaður sem elskaði fjölskyldu sína og vini. Mér þykir það leitt að þetta hafi komið fyrir þig, heimurinn er grimmur og hættulegur staður núna. Þín verður saknað af öllum sem þekktu þig, ég hugsa hlýlega til fjölskyldu þinnar og vina. RIP Max.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -