Fimmtudagur 18. júlí, 2024
10.8 C
Reykjavik

Vendingar í morðmáli Rachel Morin – Hópur vitna stígur fram

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hópur hugsanlegra vitna sem sést hafa á gönguleiðinni þar sem Rachel Morin var myrt hefur nú gefið sig fram, að sögn yfirvalda.

Sjá einnig: Fimm barna móðir myrt á vinsælli gönguleið: „Ég elska Rachel, ég myndi aldrei gera henni neitt“

Independent segir frá því að fyrir helgi hafi lögreglan í Harford-sýslu sagt að ábending um hugsanleg vitni sem gætu hafa séð hina 37 ára Morin á Ma & Pa gönguleiðinni í Bel Air á laugardaginn fyrir viku. Vitnin, sem voru annað hvort þrir menn, tvær konur og tveir hundar, eða tveir menn, þrjár konu og tveir hundar, voru hvött til að stíga fram.

Nú hefur lögreglan tilkynnt að kennsl hafi verið borin á hópinn og að samband hafi verið haft við þau. Rúm vika er liðin frá morðinu á hinni fimm barna móður en enginn hefur enn verið handtekinn.

Það var kærasti hennar, hinn 27 ára Richard Tobin sem tilkynnti um hvarf hennar en hún hafði sést á gönguleiðinni um klukkan 18:00. Illa farið lík hennar fannst daginn eftir en andlát hennar er rannsakað sem morð.

 

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -