Þriðjudagur 21. maí, 2024
4.8 C
Reykjavik

Fær ferð til Spánar ekki endurgreidda: „Er ekkert mið tekið af ástandinu í heiminum?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Er ekkert mið tekið af ástandinu í heiminum?,“ spyr ung kona sem pantaði ferð fyrir alla fjölskylduna, sex einstaklinga og ungbarn með Heimsferðum til Spánar.

Brottför er áætluð um miðjan júní, en í ljósi þess að COVID-19 veiran berst hratt um og tilfellum á Spáni fjölgar ákvað konan að kanna möguleika hennar á að fá ferðina endurgreidda, en hún er búin að greiða hana að fullu fyrir alla fjölskylduna.

Í símtali við Heimsferðir var henni tjáð að það væri vissulega hægt, en ferðaskrifstofan myndi halda eftir 45.000 kr. fyrir hvern einstakling, sem bókaður er. Í tilviki konunnar eru það 270.000 kr. sem Heimsferðir nefna staðfestingargjald. „Það mun fara óskipt til þeirra fyrir í raun litla þjónustu og ferð sem ekki yrði farið í,“ segir konan í samtali við Mannlíf. „Þetta kalla ég blóðpeninga.“

Konan pantaði ferðina 3. janúar og er brottför eins og áður sagði um miðjan júní. Konan er því að athuga með endurgreiðslu ferðarinnar þremur og hálfum mánuði fyrir ætlaða brottför.

„Ég á því enga  möguleika á að afpanta, nema ég skilji eftir 270.000 kr. fyrir Heimsferðir. Þetta finnst mér agalegt. Nú hafa forsendur breyst, og ég myndi hugsa mig tvisvar um ef við værum að skoða og íhuga þessa ferð í dag.“

Konan er einnig búin að tala við tryggingafélag sitt og fékk þær upplýsingar þar að einungis sé hægt að fá ferðina endurgreidda ef eitt af þessu þrennu á við: ef alvarleg veikindi koma upp, dauðsfall í fjölskyldunni eða landinu yrði lokað. Konan keypti ekki forfallatryggingu, en fékk þau svör að slíkt hefði ekki skipt máli, því hún á aðeins við þegar um alvarleg veikindi er að ræða. „Forfalla tryggingin kostar 2.900 kr. og ef alvarleg veikindi koma upp þá halda þau samt 15.000 kr. eftir fyrir hvern sem hættir við að fara og tryggingin gildir bara ef að alvarleg veikindi koma upp.“

- Auglýsing -

„Það nægir semsagt ekki að landlæknir ráðleggi að draga úr óþarfa ferðum. Ég er með ungbarn sem ég mun ekki vilja ferðast með ef ástandið versnar eitthvað.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -