Fimmtudagur 25. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

„Fjármálaráðherra hellir olíu á eldinn með því að viðra hótanir um aðgerðir gegn lífeyrissjóðunum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þingmaður Viðreisnar og fulltrúi í fjárlaganefnd, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, telur að allir kostir í stöðunnni varðandi ÍL-sjóð, hét áður Íbúðalánasjóður, séu gríðarlega dýrir fyrir allan almenning á Íslandi.

Hún segir þetta vera raunveruleikann; hvort sem tapið fari í gegn um ríkissjóð eða lífeyrissjóðina, þar sem sparnaður almennings liggur sem og eldri borgara.

Hún ritar færslu á Facebook-síðu sinni um málið, þar sem þetta kemur meðal annars fram:

„Morgunblaðið segir í dag frá viðbrögðum markaðarins við yfirlýsingum fjármálaráðherra á fimmtudag. Fyrirsögnin segir sitt. Mistökin sem eru rót hins ævintýralegs fjártjóns Íbúðalánasjóðs eru eitt. Viðfangsefnið núna er hins vegar veruleiki dagsins í dag.

Allir kostir í stöðunni eru slæmir og allir kostir í stöðunni eru gríðarlega dýrir fyrir almenning í landinu; hvort sem þetta tap fer í gegnum ríkissjóð eða í gegnum lífeyrissjóðina, þar sem sparnaður almennings liggur. Ekki síst eldri borgara.“

- Auglýsing -

Hún segir að „mögulega leiðir þetta til þess að skerða þurfi lífeyrisgreiðslur. Þess vegna var upphafleg framsetning fjármálaráðherra um „sparnað“ fyrir ríkissjóð með ólíkindum.

Hagsmunirnir sem eru undir nema hundruð milljarða. Og í því ljósi er merkilegt að fjármálaráðherra hafi hellt olíu á eldinn með því að viðra hugmyndir, eða hótanir, um aðgerðir gegn lífeyrissjóðunum, og orðum um að ábyrgð íslenska ríkisins sé ekkert sérstök.“

Þorbjörg ljær einnig máls á því að „við höfum reyndar nýlega séð ýkt dæmi frá Bretlandi um hvaða áhrif yfirlýsingar ráðamanna geta haft á efnahag ríkis; hér eru viðbrögðin mikill titringur á fjármálamarkaði.

- Auglýsing -

Ávöxtunarkrafa á ríkisskuldabréf hækkaði strax. Vaxtakostnaður ríkisins getur því aukist töluvert, ekki bara út af fjártjóninu heldur líka vegna yfirlýsinganna. Og svo má velta fyrir sér hvað verður um lánshæfismat ríkisins. Skýrslan um ÍL- sjóðinn verður til umræðu á Alþingi á morgun.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -