Nú er ekki er lengur hægt að fá að hitta á lækni á síðdegisvöktum á heilsugæslum höfuðborgarsvæðisins; áhersla verður nú lögð á símaráðgjöf í númerinu 1700; hjúkrunarfræðingur mun meta erindið og vísar í réttan farveg, segir forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Sigríður Dóra Magnúsdóttir, í samtali við RÚV og bætir við:
„Og þannig er hægt að fá tíma fyrir bráð erindi á öllum okkar heilsugæslustöðvum.“
Á mörgum heilsugæslum á höfuðborgarsvæðinu hefur verið eftir klukkan 16 á daginn síðdegisvakt; fyrir bráð erindi og að hitta lækni án þess að eiga tíma:
„Óþrjótandi aðgangur að læknum milli fjögur og sex eins og var, þar sem allir gátu droppað inn með hvað sem er, það er ekki í boði lengur. Það sem við erum að gera er í raun og veru að færa síðdegisvaktirnar yfir á daginn,“ segir Sigríður.
Margir kannast við að afar erfitt er að fá tíma hjá lækni á heilsugæslustöð sem ekki fellur undir bráðaþjónustu; á sumum heilsugæslustöðvum er hreinlega ekki hægt að panta tíma því allt er uppbókað.
„Það eru allar vikur alltaf fullar og við þurfum bara að finna einhverja leið í haust með hvernig fólk getur pantað tíma lengra fram í tímann.“