Föstudagur 26. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Framkvæmdastjóri Gildis um brottrekstur Eggerts – Gerir ekki athugasemd við ákvörðun stjórnar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ólga er innan hluthafahóps Festar vegna skyndilegs brotthvarfs Eggerts Þórs Kristófersson frá Festi. Eins og Mannlíf fjallaði um á sunnudag sagði Eggert ekki sjálfur upp heldur var honum sagt upp vegna þrýstings frá einkahluthöfum.

Fram kom í fjölmiðlum að meirihluti þeirra 20 stærstu hluthafa í Festi hafi frétt fyrst af málinu er tilkynning var send til Kauphallarinnar og fréttir tóku að berast í fjölmiðlum. Alls eru 13 af 20 stærstu hluthafanna lífeyrissjóðir sem saman eiga um 70 prósent af hlutafé félagsins.

Mannlíf sendi tölvupóst á þrjú stéttarfélög sem eiga mest í Festi og spurði út í málið. Þau eru LSA, Gildi lífeyrissjóður og Lífeyrissjóður Verzlunarmanna.

Spurningar Mannlífs:

„Nú er orðið ljóst að forstjóri Festis, Eggert Þór Kristófersson var rekinn þaðan þrátt fyrir að hafa staðið sig með prýði í starfi sínu. Þetta herma heimildir bæði Mannlífs og Viðskiptablaðsins. Viðskiptablaðið fullyrðir að ólga sé meðal fjárfesta í fyrirtækinu og vildi ég athuga hvað þú hefðir um málið að segja, er það satt að ólga sé vegna málsins? Hyggst Gildi bregðast við á einhvern hátt?“

Aðeins hefur forstjóri Gildis, Árni Guðmundsson hefur svarað spurningum Mannlífs. Svar hans er nokkuð loðið því hann segir stjórnina og Eggert hafa „náð samkomulagi um starfslok forstjórans“ en slíku samkomulagi er hægt að ná hvort sem mönnum sé sagt upp eða segi upp sjálfir.

- Auglýsing -

Hér er svar Árna:

„Eins og fram hefur komið hafa stjórn og forstjóri Festi hf. náð samkomulagi um starfslok forstjórans.

Eðli máls samkvæmt heyra slíkar ákvarðanir undir stjórn félagsins og Gildi gerir ekki athugasemd við niðurstöðuna.“

- Auglýsing -

Berist svör frá hinum lífeyrissjóðunum verða þau birt hjá Mannlífi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -