Mánudagur 20. maí, 2024
7.8 C
Reykjavik

Fyrirsögn viðtals við Snædísi vekur hneykslun: „Fjölmiðlar geta gert betur árið 2020“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Snædís Jónsdóttir matreiðslumeistari og fyrirliði íslenska kokklandsliðsins komst í fréttir á dögunum þegar landsliðið lenti í þriðja sæti á Ólympíuleikunum í matreiðslu á dögunum.

Sjá einnig: Íslenska kokkalandsliðið í 3. sæti á Ólympíuleikunum

Snædís var í viðtali í Fréttablaðinu á laugardag í sérstöku kynningarblaði um kokkalandsliðið. Fyrirsögn viðtalsins „Heppin að eiga kokk fyrir kærasta,“ hefur vakið mikla athygli og skapaðist töluverð umræða um hana í Facebook-hópnum Fjölmiðlanördar, sem telur tæpa átta þúsund meðlimi. Sú sem hefur umræðuna segir: „Dapurleg fyrirsögn hjá Fréttablaðinu! Hún er fyrirliði kokkalandsliðsins og einn besti kokkur landsins. Fjölmiðlar geta gert betur árið 2020! Það þarf ekki alltaf að þakka körlum fyrir það sem konur gera.“

Flestir eru sammála um að fyrirsögnin sé undarleg í ljósi þess að mun fleiri áhugaverðir punktar koma fram í viðtalinu, þó ekki sé það langt, sem nota hefði mátt sem fyrirsögn. Einstaka eru á því að fyrirsögnin hafi verið sniðug til að vekja athygli á viðtalinu. Margir eru þó á því að hægt sé að fjalla um konur í fjölmiðlum, án þess að þurfi að þakka mönnum þeirra fyrir framlag kvennanna.

Snædís segir í færslu á Facebook að það hafi verið forréttindi að komast í flott viðtal í Fréttablaðinu og ræða afrekið sem íslenska kokkalandsliðið vann sér inn núna í Þýskalandi á Ólympíuleikunum.

„Hinsvegar er ég rosalega ósatt með fyrirsögnina á greininni þar sem þetta er ekkert tengt keppninni sjálfri þrátt fyrir að mér finnist ég að sjálfsögðu heppin með manninn minn en ástæða þess er ekki að hann skuli vera kokkur. Smærra letrið á betur við greinina,“ segir Snædís og vísar þar til þess að hana dreymdi um að verða fatahönnuður, en eldamennskan hafi verið þeim draumi yfirsterkari.

- Auglýsing -


Á meðal þeirra sem deila viðtalinu á Facebook-síðu Snædísar er Eygló Harðardóttir fyrrum þingmaður og félags- og húsnæðismálaráðherra. Skrifar hún: „Einn allra besti kokkur heims og fyrirliði kokkalandsliðsins sem náði besta árangri sem liðið hefur náð á Ólympíuleikunum í matreiðslu er í viðtali og fyrirsögnin er: „Heppin að eiga kokk sem kærasta.“ Við hljótum að geta gert betur árið 2020 en að þakka sífellt körlum það sem konur gera.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -