Föstudagur 6. desember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Gefast ekki upp

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Héðinn Svarfdal býr ásamt fjölskyldu sinni í Kosta Ríka. Þar opnuðu þau veitingahús við ströndina í febrúar og hafa barist í bökkum undanfarnar vikur. „Ekki nóg með að ferðamenn séu ekki til staðar, heldur hafa ótal margir misst vinnuna í kjölfarið og eru eðlilega ekki mikið að sækja í veitingahús,“ segir Héðinn. „Við gefumst hins vegar ekki upp og áttum okkur á mikilvægi staðarins fyrir starfsfólkið okkar og fjölskyldur þeirra. Ef við komumst í gegnum þetta tímabil, ætti staðurinn að tóra um ókomna tíð.“

Að sögn Héðins er fjölskyldan nægjusöm og það fer ekki illa um hana í sólinni, en skortur á skólavist, íþróttum og fleiru bjóði óneitanlega upp á áskoranir. „Manni fallast dálítið hendur þegar spurt er: „Hvað ætlum við að gera skemmtilegt í dag,“ segir hann, en tekur fram að á mánudag verði byrjað að slaka á þeim aðgerðum sem hafa verið nýttar til að sporna við útbreiðslu á COVID-19 í Kosta Ríka. Skólar verði reyndar áfram lokaðir og takmarkanir á þjónustu veitingastaða og hótela en strendur verði opnaðar á nýjan leik, en þó með takmörkunum. Stjórnarskráin komi í veg fyrir að beinlínis sé hægt að meina fólki að vera utandyra. Mest hafi verið einblínt á að draga úr bílaumferð, einkum til að fyrirbyggja að borgarbúar mæti á strendurnar. Suma daga mega ákveðin bílnumer ekki sjást á vegum. „Lögreglan hefur verið dugleg að klippa númer af bílum sem brjóta þessar reglur að tilefnislausu og því fylgir einnig sekt.“

Hann segir fullyrt að landið opni aftur fyrir ferðamenn 15. júní, en ferðaþjónustuaðilar séu svartsýnir á það. „Enda er horft til þess að viðhalda góðum árangri í forvörnum, þar sem aðeins rétt rúmlega 800 COVID-19 tilfelli hafa greinst í landi með um fimm milljón íbúa. Menn eru því hræddir við að opna of snemma.“

Mannlíf ræðir við nokkra Íslendinga sem búa erlendis um upplifun þeirra á tímum COVID-19 en næstum fjórir milljarðar, eða meira en helmingur jarðarbúa, hafa sætt einhvers konar útgöngubanni eða takmörkunum á ferða- og samkomufrelsi í 90 löndum á meðan faraldurinn geisar.

Lestu öll viðtölin í helgarblaðinu Mannlíf.

Lesa Mannlíf

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -