Sunnudagur 19. maí, 2024
4.8 C
Reykjavik

Gígur í skjóli Litla-Hrúts og fjöldi nátthrafna mættur: Fólk í háska til að komast sem næst gosinu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eldgosið við Litla Hrút hélt sínu striki í nótt við mikla ánægju þeirra hundruða sem lögðu á sig 20 kílómetra ferðalag til að berja augum náttúrufyrirbærið. Gígur hefur myndast í skjóli Litla-Hrúts. Gasmengun hefur ekki mælst yfir hættumörkum í byggð og má fólk því sofa við opna glugga í bæjum í grennd við gosið.

Um miðjan dag í gær var fólki heimilað að fara að gosinu. Þó má ekki fara stystu leið frá Höskuldarvöllum að gosinu þar sem Keilisvegur er lokaður. Sú leið er um helmingi styttri en gönguleiðin um Merardali sem er um 20 kílómetrar.

Eins og í fyrri gosum er nokkuð um það að fólk leggi líf sitt og limi í hættu við hraun og elda.

„Fólk er að fara upp á nýja hraunið og ansi nálægt gýgnum, sem er stórhættulegt,“ segir Hulda Rós Helgadóttir náttúruvársérfræðingur við vefmiðilinn Vísi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -