• Orðrómur

Halldór í Plötubúðinni er látinn

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Hall­dór Ingi Andrés­son, sem rak um ára­bil Plötu­búðina á Lauga­vegi, lést 4. júní eft­ir bar­áttu við krabba­mein.

Hall­dór var alla tíð mik­ill tón­list­ar­grúsk­ari. Árið 1975 fór hann að skrifa um tónlist, fyrst í Þjóðvilj­ann, síðan Vísi, Vik­una og í Morg­un­blaðið þar til hann gerðist út­gáfu­stjóri hjá Fálk­an­um 1981. Árið 1983 opnaði Hall­dór Plötu­búðina á Lauga­veg­in­um en búðina rak hann um ára­bil. Síðar vann hann sem versl­un­ar­stjóri hjá Jap­is og Virg­in Mega­store í Kringl­unni. Þá var Hall­dór um­sjón­ar­maður þátt­ar­ins Plötu­skáps­ins á RÚV og hélt úti vefsíðunni Plötu­dóm­um þar sem hann skrifaði um bæði plöt­ur og tónlist. Þetta kemur fram í frétt af fráfalli Halldórs á mbl.is.

Hall­dór var 67 ára þegar hann lést. Hann fædd­ist á Sel­fossi 22. apríl 1954. For­eldr­ar hans voru Aðal­heiður Guðrún Elías­dótt­ir hús­freyja og handa­vinnu­kenn­ari og Andrés Hall­mund­ar­son smiður. Hall­dór bjó fyrstu ævi­ár­in á Lamba­stöðum í Árnes­sýslu og á Sel­fossi. Árið 1960 flutt­ist fjöl­skyld­an til Reykja­vík­ur þar sem hann bjó til árs­ins 1987 en þá flutti hann á Seltjarn­ar­nes þar sem hann bjó til æviloka..

- Auglýsing -

Síðustu árin starfaði Hall­dór sem lög­gilt­ur fast­eigna­sali og opnaði að lok­um sína eig­in fast­eigna­sölu, Fast­eigna­land.

Eft­ir­lif­andi eig­in­kona Hall­dórs er Haf­dís Ósk Kol­beins­dótt­ir, fjár­mála­stjóri hjá End­ur­mennt­un Há­skóla Íslands. Börn þeirra eru Guðný Þor­steins­dótt­ir, grunn­skóla­kenn­ari og náms­efn­is­höf­und­ur, f. 1973, og Anna María Hall­dórs­dótt­ir, f. 1985, teym­is­stjóri hjá QC Bi­oassay hjá Al­votech.

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -