Mánudagur 30. janúar, 2023
-0.9 C
Reykjavik

Harry prins hættir í kolvetnum til að léttast fyrir brúðkaupið

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Rúmlega tvær vikur eru þar til Harry prins og leikkonan Meghan Markle játast hvort öðru í konunglegu brúðkaupi sem beðið er eftir. Herlegheitin fara fram 19. maí næstkomandi, og verða að sjálfsögðu í beinni útsendingu í sjónvarpi, og ef marka má frétt Daily Mail vill Harry vera í toppformi þegar hann kvænist Suits-stjörnunni.

Sjá einnig: Allt sem við vitum um konunglega brúðkaupið.

Samkvæmt fréttinni er Harry búinn að fjarlægja öll kolvetni úr mataræði sínu, fyrir utan kínóa, ávexti og grænmeti. Þá er hann líka búinn að draga úr kjötneyslu og drekkur safa reglulega til að passa línurnar.

„Þau eru búin að kaupa háklassa safavél og hún lætur hann drekka ávaxta- og grænmetissafa. Hún lætur hann líka draga úr kjötneyslu,“ segir heimildarmaður Daily Mail.

Harry hefur misst rúmlega þrjú kíló síðan hann breytti um mataræði, en Meghan hefur talað opinskátt um að hún treysti á kolvetnasnautt fæði til að halda sér í góðu formi.

Sjá einnig: Sendi giftingar- og trúlofunarhringana í pósti við skilnaðinn.

Vissulega hefur lágkolvetna mataræði þau áhrif að fólk léttist en margir næringarfræðingar mæla frekar með því að fólk borði rétt tegund af kolvetnum í litlu magni, frekar en að sneiða algjörlega framhjá þeim. Þá hafa safakúrar einnig verið þekktir fyrir að láta kílóin renna af fólki, en oft er þetta þyngdartap tengt við tapi á vöðvamassa en ekki fitu. Hins vegar mæla margir næringarfræðingar með því að sleppa vissum fæðutegundum í takmarkaðan tíma til að gefa líkamanum hvíld inná milli.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -