Föstudagur 7. október, 2022
4.8 C
Reykjavik

Heiðar var tekinn frá nýstofnaðri fjölskyldu sinni: „Ljúfasti maður sem ég hef komist í kynni við“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Heiðar Árnason var nýorðinn 39 ára þegar hann lést en hann hafði barist við krabbamein í mjaðmabeini. Heiðar lætur eftir sig eiginkonu og tvo ung börn, stúlku fædda 2016 og pilt fæddan 2019. Heiðar hafði metnað fyrir hljóðtæknifræði en þar fór saman áhugamál og starf. Hann fluttist til Liverpool á Englandi til að læra þau fræði en að námi loknu ílengdist hann í Bretlandi. Þar bjó hann til æviloka.

Foreldrar hans syrgja hann í minningargrein í Morgunblaðinu og segja það ólýsanlega ósanngjarnt að hann hafi verið tekin frá nýstofnaðri fjölskyldu sinni. „Það eru bara fimm ár síðan þú stofnaðir fjölskyldu, eignaðist yndislega konu og síðar tvö börn sem því miður fengu allt of stuttan tíma með föður sínum. Okkur er ómögulegt að skilja að nokkur sanngirni liggi þar að baki en þetta minnir okkur um leið á hve vald okkar er lítið þegar örlögin grípa í taumana. Brúðkaupsdagurinn ykkar Ouza á sólbjörtum sumardegi 2018 skilur eftir sig dásamlegar minningar um tvær athafnir með rætur í ólíkum menningarheimum, fyrst að nígerískum sið og síðan samkvæmt okkar hefðum,“ skrifa foreldrar hans.

Bróðir hans segst þó þakklátur að Heiðar hafi fengið að upplifa fyrstu ár föðurhlutverksins. Það gerir hann einnig í minningargrein. „Elsku Heiðar minn. Þú varst ljúfasti maður sem ég hef komist í kynni við. Það er þyngra en tárum taki að hugsa til þess að þú fáir ekki að fylgjast með börnunum þínum vaxa úr grasi. Ég minnist þín sem góðs stóra bróður, með réttum skammti af bræðrakýtingi, sem fórst þínar eigin leiðir. Á sama tíma og ég er svo sorgmæddur er ég svo þakklátur fyrir að þú hafir fundið Uzi og fengið að upplifa fyrstu ár föðurhlutverksins sem fór þér svo vel ásamt því að ganga í hjónaband. Þetta voru hlutir sem voru ekki endilega í kortunum fyrir nokkrum árum og gerðust frekar hratt, sem betur fer. Þótt samverustundirnar hafi ekki verið eins margar og maður hefði óskað eftir að þú fluttir út, þá voru þær góðar og mér þykir óendanlega vænt um þær,“ segir hann.

Frænka hans rifjar upp þá gleðistund er Heiðar og Ouza Kwanashie giftust. „Mikið var gaman að fagna með ykkur Uzi á brúðkaupsdaginn. Lífið og hamingjan blasti við ykkur og dásamlegur ávöxtur ástar ykkar, hún Helena Rún, bræddi okkur öll. Síðar bættist Lucas Árni við og hamingjan umvafði fjölskylduna í Southport. En lífið breyttist snögglega þegar þú greindist með krabbamein sem því miður reyndist ósigrandi. Eftir sitja margir sárir en minningin lifir um ljúfan dreng.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -