Föstudagur 19. apríl, 2024
1.8 C
Reykjavik

Heimiliskötturinn Snúður missti skottið eftir árás manns: „Börnin á heimilinu furðu lostin“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Arnar nokkur, íbúi í Norðlingaholti, er í rusli eftir það sem hann telur hafa verið árás á heimilisköttinn Snúð. Hann vill vita hvað gerðist og lýsir eftir vitnum.

Inni í hverfishópi á Facebook lýsir Arnar vonbrigðum sínum og biður um ábendingar íbúa. Þar segir hann:

„Sjötti meðlimurinn í fjölskyldunni okkar, heimiliskötturinn Snúður varð fyrir heldur óskemmtilegri reynslu. Líklegast hefur hann orðið fyrir árás með þeim afleiðingum að fjarlægja þurfti skottið á honum í skurðaðgerð á dýraspítala í dag. Að mati dýralæknis hefur hann orðið fyrir árás af mannavöldum og eru börnin á heimilinu ásamt okkur foreldrum furðu lostin að nokkur geti gert saklausu dýri slíkt. Er ég því að vona að þetta eigi sér aðrar og eðlilegri skýringar,“ segir Arnar og heldur áfram:

„Snúður sást seinast að morgni föstudags og skilaði sér ekki heim fyrr en á aðfararnótt þriðjudags. Líklegast hefur árásin eða óhappið orðið á föstudag og hann flúið í felur.

Ef um er að ræða slys eða óhapp viljum við endilega vita af því. Fullum trúnaði er heitið.“

Guðrúnu hverfisbúa er brugðið. „Blessað dýrið mikið er þetta ōmurlegt að heyra,“ segir Guðrún.
Heiða finnur til með dýrinu. „Guð minn góður! Elsku litli Snúður. Vonandi nær hann sér og vonandi gefur sig einhver fram!,“ segir Heiða.

- Auglýsing -

Sigurrós vonar að sökudólgurinn finnist. „Hræðilegt. Vona að Snúður nái sér og uppkomist um þá sem eiga þátt í þessu,“ segir Sigurrós.

Írísi líst illa á árásina og hefur áhyggjur af hverfinu. „Bataknús á hann. En er Norðlingaholt að verða eins harlem 2 eða hvað?,“ spyr Íris.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -