Föstudagur 19. júlí, 2024
12.1 C
Reykjavik

Helgi í Góu áreitti Katrínu Lóu: „Alltaf þegar ég kom heim á kvöld­in þá brotnaði ég niður“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Katrín Lóa Kristrún­ar­dótt­ir seg­ir að Helgi Vil­hjálms­son, Helgi í Góu, hafi ít­rekað áreitt sig kyn­ferðis­lega eft­ir að Helgi lánaði henni 5 millj­ón­ir króna upp í út­borg­un á íbúð.

Katrín Lóa sagði sögu sína í þætt­in­um Eig­in kon­ur; hlaðvarpi fjölmiðlakonunnar Eddu Falak.

Það er Stund­in sem sagði fyrst frá málinu; en miðillinn birt­ir líka yf­ir­lýs­ingu frá Helga þar sem hann seg­ist hafa gert mis­tök í samn­ingi sín­um við Katrínu Lóu; biðst af­sök­un­ar á fram­ferði og framkomu sinnis.

Kemur fram að Katrín Lóa seg­ir áreitn­ina hafa byrjað árið fyrir um fjórum árum síðan, þá er hún vann í sjoppu í eigu Helga, Skalla á Sel­fossi.

Katrín Lóa seg­ir áreitnina hafa staðið yfir í um það bil eitt og hálft ár; hún hafi svo sagt upp störf­um nokkr­um mánuðum eft­ir að Helgi hætti að áreita hana; hafði Katrín Lóa heyrt að Helgi lánaði starfs­fólki sínu stundum fyr­ir íbúðar­kaup­um, sem yrði síðar dregið af laun­um þeirra.

Katrínu Lóu bauðst slíkt lán og þáði hún það.

- Auglýsing -

Hún seg­ir að greiðslurn­ar hafi borist beint frá Helga – ekki fyr­ir­tæk­inu.

Og að ekki hafi verið til form­leg­ur samn­ing­ur um lánið; aðeins munn­leg­ur samn­ing­ur.

Aðeins viku eft­ir að Katrín Lóa skrifaði und­ir kaup­samn­ing­inn seg­ir hún Helga hafa brotið á sér; seg­ir meint brot hafa gerst í sjopp­unni, inni á skrif­stofu eft­ir eina vaktina.

- Auglýsing -

Seg­ir Katrín Lóa Helga hafa komið inn og sett hend­ur inn á bol henn­ar.

Helgi sendi yf­ir­lýs­ingu til Stund­ar­inn­ar þar sem hann biðst afsökunar á fram­ferði sínu.

Katrín Lóa segir meðal annars í viðtalinu:

„Svo reif hann bol­inn upp, og ég var ekki í topp; þetta voru þröng­ir vinnu­bol­ir – ég var bara á brjóst­un­um inn­anund­ir. Þarna sat ég og var bara í sjokki.“

Bróðir Katrín­ar Lóu, Heim­ir Ingi, staðfest­ir frá­sögn henn­ar við Stund­ina; en hann var einnig að vinna í sjoppunni Skalla þetta kvöld.

Seg­ir hann Katrínu Lóu hafa brotnað algjörlega niður og greint frá því hvað gerðist. Katrín Lóa seg­ir að hún hafi upp­lifað að hún gæti ekkert gert þar sem hann hafi ný­verið veitt henni lán til íbúðakaupa:

„Hann var samt ekki að kaupa rétt á mér þótt hann hafi lánað mér pen­ing,“ sagði Katrín Lóa.

Þegar hún reyndi að tala við Helga um áreitnina hafi hann sagt að „það mætti ekk­ert í dag.“

Katrín Lóa seg­ir að þessi ít­rekaða áreitni Helga hafa haft slæm áhrif á hana; hún hafi glímt við kvíða, þung­lyndi sem og sjálfs­vígs­hugs­an­ir:

„Alltaf þegar ég kom heim á kvöld­in þá brotnaði ég niður. Grét mig í svefn þegar mér tókst að sofna. Og ef það eru ein­hverj­ar þarna úti sem hafa lent í hon­um og hafa aldrei talað um það, þá kannski hjálp­ar þetta þeim.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -