Föstudagur 29. mars, 2024
4.8 C
Reykjavik

Helsi eða frelsi?

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ég er svona týpa sem er hvorki með hálffullt glas né hálftómt. Vatnið í glasinu er frosið. Það er ódrykkjarhæft í augnablikinu en gæti breyst ef klakinn bráðnar.

Nú á að leyfa Veirunni að vaða upp um allt í samfélaginu og smita sem flesta, svona úr því að aðeins örfáir deyja úr henni þessa dagana og þá fólk sem var dauðvona hvort sem var. Eða hvað? Þannig hljómar bolurinn að minnsta kosti þessi misserin.

Á Akureyri segir sviðstjóri fræðslusviðs bæjarins að skólafólk eigi eðlilega að taka þátt í því að ná hjarðónæminu eins og aðrir. Svona eins og skólafólk hafi ekki gert heilan helling allan tímann sem þetta helvíti hefur verið í gangi.

En svo er það með þetta frelsi. Frelsi! Við viljum algert frelsi. Frelsi! Við hötum höft og helsi, eins og skáldið Ómar sagði í denn. Það verður ekkert leiðinlegt að fara ferða sinna án þess að setja á sig ljóta og leiðinlega andlitsgrímu og loksins getum við aftur knúsast í biðröðinni að kassanum, það eru góðar fréttir.

Sem sagt, vatnið er frosið í glasinu. Ég er á báðum áttum varðandi afnámið. Í aðra röndina er ég hræddur um að fleiri deyi en þyrftu, sem gæti verið þvæla í mér, svona þar sem 80-90% smita eru af omikron-afbrigðinu. En það eru alltaf þessi 10% sem eftir standa. Í hina röndina finnst mér mikilvægt að fólk á öllum aldri, ekki síst það yngra, geti aftur hafið eðlilegt líf með eðlilegum samskiptum í kjötheimum. Sjálfsvígum mun nær örugglega fækka og er sannarlega þörf á því.

Vatnið er sem sagt frosið eins og áður hefur komið fram, en um leið og það bráðnar skal ég taka afstöðu um það hvort glasið sé hálffullt eða hálftómt.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -