- Auglýsing -
Það verður bjart og þrælfínt veður víðast hvar í dag; einhver strekkingur mun þó fylgja með á Austurlandi.
Hlýjast verður á Suðurlandi; um það bil tuttugu gráður.
Eins og fólk varð vart við þá hefur verið hvasst á landinu vegna lægðar; sú lægð grynnist og fjarlægist okkur hratt svo það lægir næsta sólarhringinn.
Næsta lægð sem við munum kynnast er að myndast á Grænlandshafi; lægðin sendir til okkar næstu skil á sunnudaginn, en þeirri lægð fylgir hlýr loftmassi; hitinn ætti að komast yfir tuttugu gráður víða á Norðurlandi í dag.