Þriðjudagur 16. júlí, 2024
9.8 C
Reykjavik

Hulduher Guðlaugs tilbúinn og hefur tryggt fylgi: „Við verðum varir við mikla þreytu í garð Bjarna“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hulduher Guðlaugs Þórs Þórðarsonar hefur verið virkjaður í þeim tilgangi að bylta forystu Sjálfstæðisflokksins. Undanfarna mánuði hefur verið unnið skipulega að því að tryggja að til landsfundar í byrjun nóvember veljist fulltrúar sem eru andvígir því að Bjarni Benediktsson formaður sitji áfram eftir það sem kallað er „niðurlægingartímabil“ flokksins.

Heimildarmaður Mannlífs úr Hulduhernum telur að árangur smölunar sé góður. Hann segir að Guðlaugur Þór eigi vísan stuðning yfir 70 prósenta landsfundarfulltrúa flokksins í Reykjavík. Sextíu prósent í Kópavogi þar sem stuðningsmenn Ármanns Kr. Ólafssonar réðu vali fulltrúa. Í Hafnarfirði er fylgi Guðlaugs Þór talið vera um 50 prósent. Þá er Guðlaugur talinn mjög sterkur á Suðurlandi þar sem stuðningsmaður hans, Vilhjálmur Árnason alþingismaður er á heimavelli. Á Vesturlandi eru sigurlíkur Guðlaugs góðar en hann er talinn njóta stuðnings Haraldar Benediktssonar auk þess að hann er sjálfur frá Borgarnesi.

Guðlaugsmenn hafa farið um landið til að afla honum fylgis. Menn telja sigurlíkar góðar. Heimildarmaðurinn bað um nafnleynd vegna þess hve viðkvæm staðan er.

„Við verðum varir við mikla þreytu í garð Bjarna,“ segir hann en telur að það séu helst eldri Sjálfstæðismenn sem engu vilji breyta og leyfa Bjarna að klára kjörtímabilið.

Helgi Áss Grétarsson varaborgarfulltrúi hefur gefið kost á sér sem ritari í stjórn Sjálfstæðisflokksins. Hann ræddi vanda flokksins opinskátt í hlaðvarpi Mannlífs á sínum tíma. Hann sagði óboðlegt að flokkurinn héldi áfram með núverandi forystu og fylgi sem er rétt yfir 20 prósentum.

Guðlaugur Þór hefur ekkert sagt opinberlega enn sem komið er. Stuðningsmenn hans segja að hann „liggi undir feldi“. Bjarni Benediktsson virtist aðspurður fagna framboðinu í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann sagðist taka dómi flokksmanna, hver sem hann yrði en taldi óeðlilegt að skipta út forystu flokksins í upphafi kjörtímabilsins.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -