Miðvikudagur 17. júlí, 2024
11.1 C
Reykjavik

„Hún Ellý mín hefur kvatt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ellý Katrín Guðmundsdóttir, fyrrverandi borgarritari, er látin eftir erfiða baráttu við Alzheimersjúkdóminn sem hún tókst á við af miklu ærueysi. Hún var 51 árs þegar hún greindist fyrir átta árum. Eftirlifandi eiginmaður hennar, Magnús Karl Magnússon minnist konu sinnar á Facebook.

„Hún Ellý mín hefur kvatt þennan heim. Hún var einstök. Hennar fallegu eiginleikar lýstu í gegnum bæði skin og skúri í lífinu. Fyrir átta árum mætti óvæntur gestur inn í líf okkar, erfiður sjúkdómur. Ellý tók þeirri heimsókn af ótrúlegu æðruleysi og reisn. Við fjölskyldan höfum lært svo margt af Ellý okkar, enda var hún sönn fyrirmynd í öllu. Mín mesta huggun er að horfa á hæfileika hennar, persónu og útlit lifa áfram í börnunum. Þau eru einstök og hafa stutt mig í gegnum allt eins og fjölmargir ættingjar og vinir, “ skrifar Magnús Karl.

Ellý vakti mikla athygli þegar hún ræddi sjúkdóm sinn opinberlega. Þau hjónin mættu í viðtal við Stundina og ræddu þar líf sitt í skugga sjúkdómsins. Í lok færslu sinnar um Ellý skrifar Magnús: „Ellý talaði um Alzheimer og hún hélt áfram að lifa með sjúkdóminn með gleði í hjarta.“

Ellý var 59 ára þegar hún lést. Hún fæddist í Reykjavík 15. september árið 1964. Hún lést 6. júní s.l.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -