Hvetur fullorðna til að hlusta á ungu kynslóðina

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Myndlistamaðurinn Ólafur Elíasson gefur ungu kynslóðinni tækifæri til að tala fyrir hönd náttúrunnar í nýju verki, smáforritinu Earth Speakr.

Í verkinu eru loftslagsmál framtíðarinnar í aðalhlutverki. Ólafur hvetur fullorðið fólk til að hlusta á skilaboð ungu kynslóðarinnar sem þau birta með forritinu.

Forritið er fyrir fólk á öllum aldri en það er í höndum barnanna að koma skilaboðum á framfæri og hvetja fullorðna til að breyta til hins betra.

„Börnin búa til skilaboðin, þú sem fullorðinn einstaklingur getur hlustað á skilaboðin,“ segir Ólafur í kynningarmyndbandi um verkið.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira

„Eins og ég sé að taka þessar tilfinningar og skilja þær eftir á rammanum“

„Þemað er þunglyndi, þetta eru frekar svört verk,“ segir myndlistarmaðurinn Kris Helga um verkin sem hán sýnir á sýningunni Hugarmyrkur sem opnar á laugardaginn...

Úr listaverki í ramma yfir í húsgagn

Línan The Piece Furnature frá Craft Combine er einstaklega sniðug en í línunni eru einskonar púsluspil sem þjóna bæði því hlutverki...