Föstudagur 11. október, 2024
2.4 C
Reykjavik

Indigo kemur með 9,3 milljarða inn í WOW air

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bandaríska fyrirtækið Indigo Partners mun leggja 75 milljónir dollara, andvirði 9,3 milljarða króna, inn í WOW air. Kaupin eru háð ákveðnum skilyrðum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá WOW air. Þar segir að Indigo muni kaupa ótilgreindan fjölda hlutabréfa í WOW air auk þess sem bandaríska félagið leggur til fjármagn til að koma að endurreisn félagsins. Stofnað verður sérstakt félag utan um fjárfestinguna sem stýrt verður af Indigo Partners.

111 fastráðnum starfsmönnum var sagt upp í gær samhliða því að tilkynnt var um samdrátt í leiðarkerfi félagsins. Þotum á vegum félagsins fækkar úr 20 í 11. Kom fram í máli Skúla Mogensen, forstjóra WOW, að mistök hafi verið gerð í rekstri félagsins, meðal annars með útþenslu leiðarkerfis og framboði sæta á betra farrými. Félagið stefni á að leita aftur til upprunans og verða hreinræktað lággjaldaflugfélag.

Ekki liggur fyrir hverjar fyrirætlanir Indigo Partners með WOW air eru né hvort Skúli Mogensen verði áfram forstjóri félagsins.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -