Rekstur Reykjavíkurborgar hefur sætt töluverðri gagnrýni upp á síðkastið. Sorphirða, snjómokstur, stofnun stýrihópa og fleira hafa vakið hörð viðbrögð íbúa. Ekkert lát virðist vera á þeirri gagnrýni enda sumir kostnaðarliðir nær óskiljanlegir fyrir óbreytta íbúa. Þá er færsla Oddrúnar Magnúsdóttur, á Twitter, skýrt dæmi.
Oddrún birtir skjáskot með færslunni. Á þeim gefur að líta kosningasíðu inni á Betri Reykjavík þar sem íbúum gefst kostur á að kjósa um verkefni sem þeim finnast brýn. Með færslunni skrifar hún:
„Hver sá sem sér um að áætla kostnað við verkefni fyrir Betri Reykjavík er annað hvort hræðilegur í sínu starf eða þá að verktakar eru að mergsjúga borgina“.
Oddrún furðar sig á áætluðum kostnaði verkefnanna: „7 milljónir fyrir flipa á heimasíðu? 4 milljónir fyrir klukku???“


Mynd/Skjáskot frá færslunni á Twitter
Einn hefur ritað undir færsluna og spyr: „Má bjóða þér útigrill á 3 milljónir, eða hjólaskýli á 12?
Sá hinn sami birtir skjáskot af verkefni sem felur í sér vegvísi að undirgöngum við Snorrabraut og furðar sig á áætlanagerðinni og segir:
„Skil heldur ekki þessa kostnaðaráætlun nema vegvísirinn verði steyptur úr kókaíni.“
Hér að neðan má sjá færsluna í heild:
Hver sá sem sér um að áætla kostnað við verkefni fyrir betri reykjavík er annað hvort hræðilegur í sínu starfi eða þá að verktakar eru að mergsjúga borgina
7 milljónir fyrir flipa á heimasíðu? 4 milljónir fyrir klukku??? pic.twitter.com/vchkJIyHCC— Oddrún Magnúsdóttir (@oddrunm) September 16, 2023