Karlmaður hefur verið ákærður fyrir sprengjuhótanir í tölvupósti í febrúar á síðasta ári. Hótanirnar bárust með tæplega 25 mínútna millibili að kvöldi til en manninum er gefið að sök að hafa gabbað lögregluna með misnotkun hættumerkja.
„Eins og ríkið veit, mun sprengjan springa í dag. Greinið lögreglunni frá því að einhvers staðar á næstu fimm kílómetrum er sprengjugildra. Dauðinn eru endalok ykkar […] Áttið ykkur á því að ef þið komið nálægt mér mun ég bjóða ykkur allt sem ég hef safnað í langan tíma. Maðurinn meinar það sem hann segir,“ segir í hótun sem maðurinn sendi en engin sprengja var til staðar. Í hinni hótuninni skrifar maðurinn: „Staðurinn er uppfullur af sprengiefnum. Höfuð og hjörtu barna ykkar munu springa.“ Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness en farið er fram á refsingu auk þess að hann greiði allan sakarkostnað