Föstudagur 19. júlí, 2024
9.8 C
Reykjavik

Aldís Íslandsmeistari-fyrst til að fá keppnisrétt: „Geri mitt besta-ég kann allt sem ég á að gera“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Geri mitt besta því ég kann allt sem ég á að gera. Ef það gengur upp þá mun mér líða vel og þá er markmiðunum náð.“

Þetta segir Aldís Kara Bergsdóttir, Íslandsmeistari í listskautum sem hefur verið sigursæl í keppnum hérlendis undanfarin ár og varð fyrst íslenskra skautara til að fá keppnisrétt á Heimsmeistaramóti unglinga árið 2020. Nú keppir hún hins vegar í fullorðinsflokki og nældi sér í keppnisrétt á Evrópumótinu eftir góða frammistöðu á tveimur mótum í vetur.

Aldís, heldur eftir helgi á Evrópumeistaramótið í greininni, fyrst íslenskra skautara. Hún segist spennt að reyna sig á móti mörgum af sterkustu skautakonum heims.

Evrópumótið fer fram í Tallin í Eistlandi 10. – 16. janúar, Aldís Kara fer til Eistlands á mánudag og keppir í stuttu prógrammi á fimmtudag en tuttugu og fjórir efstu keppendurnir í stutta prógramminu öðlast keppnisrétt í frjálsu prógrammi sem keppt verður í á laugardag.

Í samtali við Ríkisútvarpið segir Aldís taugarnar taka dagaskiptum eftir því hvernig henni gengur á æfingum. Ef henni gengur vel eru taugarnar góðar og hún róleg. Hún er spennt fyrir nýrri upplifun á Evrópumótinu þar sem hún mun etja kappi við 36 aðra skautara frá Evrópu. Þar á meðal eru þrír keppendur frá Rússlandi sem eru með þeim bestu í heimi og er spáð efstu sætunum á Vetrarólympíuleikunum sem hefjast í Peking 4. febrúar næstkomandi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -