- Auglýsing -
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út um miðnætti vegna alelda fólksbíls í Kópavogi. Bílnum var lagt við Smiðjuveg og fór bæði lögregla og slökkvilið á vettvang.
Vel gekk að slökkva eldinn og tókst slökkviliði að koma í veg fyrir að eldurinn bærist í annan bíl sem var lagður við hlið þess sem brann. Ekki er vitað um upptök eldsins að svo stöddu.