Mánudagur 22. júlí, 2024
9.8 C
Reykjavik

Anna Kristine Magnúsdóttir blaðamaður er látin: „Ég minnist móður þinnar með mikilli hlýju“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Anna Kristine Magnúsdóttir Mikulcakova, blaðamaður og dagskrárgerðarmaður, er látin 68 ára að aldri. Hún lést á heimili sínu á fimmtudag.

Anna Kristine lætur eftir sig uppkomna dóttur, Elísabetu Elínu Úlfsdóttir, en hún greinir frá andlátinu í færslu á Facebook.

Bogi Ágústsson fréttamaður Ríkisútvarpsins sendir dóttur hennar samúðarkveðjur:

„Innilegar samúðarkveðjur, ég minnist móður þinnar með mikilli hlýju.“

Blaðamennskuferill Önnu hófst árið 1977 og starfaði hún meðal annars á DV, Helgarpóstinum og Pressunni auk þess að ritstýra nokkrum tímaritum.

Hún hóf störf hjá Ríkisútvarpinu árið 1991, var umsjónarmaður Dægurmálaútvarps Rásar 2 árin 1991-96, morgun- og síðdegisútvarps Rásar 2 1994-96 og með eigin útvarpsþátt, Milli mjalta og messu, á Rás 2 1996-99. Síðar starfaði hún á Stöð 2.

Anna starfaði meðal annars á DV um tíma sem blaðamaður ásamt Reynir Traustasyni ritstjóra.

- Auglýsing -

Mannlíf vottar fjölskyldu og vinum samúð.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -