Fimmtudagur 18. júlí, 2024
10.8 C
Reykjavik

Ásdís Rán brást skjótt við ábendingum Manuelu: „Ég baðst strax afsökunar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ásdís Rán Gunnarsdóttir og Sverrir Einar Eiríksson sátu undir hörðum ásökunum Manuelu Óskar vegna myndbirtingar í markaðefni frá þeim fyrir Miss Bikini Iceland. Ljósmynd í eigu Ungfrú Ísland sem Manuela er eigandi að hafði ratað í auglýsingu Miss Bikini. Manuela Ósk greindi frá á síðu sinni á Instagram um helgina og segir að henni væri sagt að hún væri með drama.

„Ég baðst strax afsökunar og fór strax í málið með mínu fólki,“ segir Ásdís Rán í samtali við Mannlíf. Ásdís Rán útskýrir að mistök hafi átt sér stað:

„Þetta var layout test á flyer, sem einhver hjá B5 póstaði óvart og var á netinu í 1-2 klukkustundir og var fjarlægður strax.“

Aðspurð um samskiptin sem fóru Manuelu og Ásdísar á milli vitnar hún í skilaboð sem hún fékk frá Manuelu í gegnum Instagram.

Þar er Ásdís beðin um að fjarlægja myndina og henni bent á ólögmæti nýtingu hennar í skilaboðum. Ásdís svarar Manuelu með hljóðskilaboðum og segir:

„ … ég biðst innilegrar afsökunar á því þetta hafi verið gert. Ég myndi aldrei nota myndir í leyfisleysi og mér datt ekki í hug og að þeir [innskt. blm. hönnuðirnir] hafi ekki tjékkað á bakgrunni þessarar myndar. Bara sorry!“

- Auglýsing -

Manuela spyr um hvaða auglýsingastofu umræði og bætir við að lögfræðingurinn hennar þurfi að senda bréf. Þar sem málið varði höfundaréttindabrot og hafi áhrif á vörumerki hennar, Ungfrú Ísland. Í kjölfar biður Ásdís hana um að senda skilaboð á Sverri Einar Eiríksson eigandann þar sem hún sé einungis að vinna fyrir B5.

Aðspurð hvort Ásdís hafi sagt við Manúelu að hún sé með drama. Þá svarar Ásdís að hún hafi ekki gert það heldur hafi margoft beðið hana afsökunar á mistökunum en að hún viti ekki hvað hafi farið fram í samtali Manuelu og Sverris Einars.

Í lokin bætir Ásdís við: „Það var engin áætlun að trufla starfsemi Manuelu né hafa áhrif á hana og ég óska henni alls hins besta með sína keppni i framtíðinni.“

- Auglýsing -

Sverrir Einar Eiríksson sendir eftirfarandi:

Um myndbirtinguna:

Fyrir mistök fóru tvær færslur á samfélagsmiðla þegar verið að greina frá Miss Bikini Iceland keppninni sem fylgdi röng kynningarmynd. Á henni voru keppendur frá annarri fegurðarsamkeppni, Ungfrú Ísland. Ranga myndin var uppkast frá því verið var að leggja drög að kynningu á Miss Bikini Iceland. Færslurnar voru að sjálfsögðu teknar úr birtingu um leið og mistökin uppgötvuðust. Ekki var á nokkurn hátt ásetningur um að nota myndir frá keppninni Ungfrú ísland sem ég ber mjög mikla virðingu fyrir og hef stutt í gegnum tíðina, meðal annars með samstarfi við Þrastalund

Leitin stendur yfir af stúlkum fyrir Miss Bikini Iceland sem fer fram í mars. Áhugasamar stúlkur 18+ geta haft samband [email protected]

Sjá nánar:

Manúela Ósk sakar Ásdísi Rán og Sverri Einar um stuld: „Ættu að vita að þetta er brot“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -