Föstudagur 19. júlí, 2024
9.8 C
Reykjavik

Bandaríkin heimila fjórða skammt þótt gagnsemi sé dregin í efa: „Ávinn­ing­urinn er lítill“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA) hefur nú heimilað bólusetningu með fjórða skammti mRNA-bóluefna gegn Covid-19. Um er að ræða bóluefni frá Pfizer-BioNTech og Moderna. Þessu er greint frá á mbl.is.

Miðað er við einstaklinga 50 ára og eldri, sem og ónæmisbælda einstaklinga. Minnst fjórir mánuðir þurfa að hafa liðið frá því að viðkomandi fékk síðasta örvunarskammt.

Þeir sem eru ónæmisbældir þurfa að vera 12 ára eða eldri til þess að mega fá þennan fjórða skammt af bóluefni Pfizer, en í tilfelli bóluefnis Moderna þurfa einstaklingar í sömu stöðu að vera orðnir 18 ára eða eldri.

 

Ávinningur lítill samkvæmt rannsóknum

Í svari Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis til mbl.is segir að hér á landi hafi ónæmisbældum einstaklingum staðið til boða að fá fjórða skammtinn um nokkurt skeið.

„Við erum ekki að bjóða fjórða skammt til annarra þar sem ávinn­ing­ur­inn er lít­ill sam­kvæmt er­lend­um rann­sókn­um.“ Hann segir flestar Evrópuþjóðir vera með sama fyrirkomulag og við. Hann tekur fram að enn sem komið er hafi ekki margir þegið þennan fjórða skammt.

- Auglýsing -

„Von er á sér­stöku ómíkron-bólu­efni á næstu mánuðum og að lík­ind­um verður beðið með frek­ari örvun­ar­skammta þar til síðar,“ segir Þórólfur.

Í frétt Mannlífs frá því í janúar var greint frá því að Lyfjastofnun Evrópu (EMA) varaði við síendurteknum örvunarbólusetningum. Marco Cavaleri, yfirmaður bóluefnarannsókna hjá EMA, dró þörfina fyrir fjórða skammt bóluefna í efa og sagði engar rannsóknir styðja þá þörf enn sem komið er.

Cavaleri sagði á blaðamannafundi að síendurteknar bólusetningar með stuttu millibili væru ekki fýsilegar langtímalausnir. Hann sagði að örvunarskammtur sem hugsanlega væri gefinn á fjögurra mánaða fresti, gæti ofgert ónæmiskerfi fólks og valdið þreytu (e. fatique).

- Auglýsing -

Cavaleri nefndi á sama blaðamannafundi að hugsanlega þyrfti að þróa sérstök bóluefni fyrir Omíkron-afbrigði veirunnar.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur ítrekað bent á að það sé vænlegra til árangurs að bólusetja alla heimsbyggðina, frekar en að ríkari þjóðir bæti við sig sífellt fleiri örvunarskömmtum.

Marco Cavaleri lagði á blaðamannafundinum áherslu á þá góðu raun sem einn örvunarskammtur gæfi og hvatti fólk áfram til að þiggja hann.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -