Föstudagur 19. júlí, 2024
12.8 C
Reykjavik

Bandarískur rithöfundur kaupir Laugaból: „Margir draumar sem við viljum láta verða að veruleika“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bandaríski rithöfundurinn Leslie Schwartz er búin að kaupa Laugaból í Arnarfirði.

Leslie Schwartz, 61 árs bandarískur rithöfundur og ritlistakennari, hefur fest kaup á hinu glæsilega Laugabóli í Arnarfirði. Ætlun hennar er að opna þar gestavinnustofur fyrir listamenn og rithöfunda.

Leslie Schwartz

Mannlíf ræddi við Leslie og spurði hana út í kaupin. „Við keyptum hið fallega Laugaból til að opna þar gestavinnustofu fyrir listamenn og rithöfunda. Og til að koma listamönnum og rithöfundum inn í skólana á svæðinu og samfélögin. Við viljum líka koma upp listagallerí fyrir almenning. Margir aðrir draumar sem við viljum láta verða að veruleika.“

Leslie hefur skrifað skáldsögurnar Jumping the Green og Angels Crest en kvikmynd var gerð eftir seinni bókinni. Þá vakti hún athygli með sjálfsævisögunni The Lost Chapters en þar talar hún á hispurslausan hátt um baráttu sína við alkohólisma. Þá hefur hún skrifar smásögur, greinar og bókagagnrýni fyrir Los Angeles Times og fleiri fjölmiðla.

En ætlar Leslie að vinna að skrifum á Laugabóli?

„Já, auðvitað mun ég skrifa og kenna þar líka. Ég er að klára þriðju skáldsöguna.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -