Fimmtudagur 2. maí, 2024
6.8 C
Reykjavik

Bjarni klappar á eigið bak og skýtur á meirihlutann í Reykjavík: „Full­kom­lega von­laus“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, reyndi að dreifa athygli kjósenda og flokksmanna á flokksráðsfundi í dag. 

Í ræðu sinni á flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokknum í dag sagði formaðurinn frá því að þó ríkisstjórnarsamstarfið væri stundum erfitt þá væri ríkisstjórnin að standa sig mun betur en meirihlutinn sem stjórnar Reykjavíkurborg. Þá skautaði Bjarni fagmannlega framhjá allri gagnrýni og miklu fylgistapi en samkvæmt könnunum sem gerðar hafa verið í sumar þá mælist flokkurinn með sögulega lágt fylgi.

„Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn er ekki full­kom­inn, rétt er það. En það er mun­ur á því að vera ekki full­kom­inn og vera full­kom­lega von­laus. Og já – flest­ir hér inni vita hvaða flokk ég á við. Ný­verið hef­ur um­rædd­ur flokk­ur til dæm­is verið að inn­leiða nýja um­hverf­is­stefnu í Reykja­vík.

Hún felst í því að íbú­ar stunda ósjálf­vilj­ug­ir moltu­gerð í tunn­un­um heima. Verk­efnið er afrakst­ur nokk­urra stýri­hópa, en niðurstaðan er ein­föld; ruslið er ekki sótt, borg­ar­bú­ar ham­ast við að flokka, en sorpið safn­ast upp og er nú að verða óaðskilj­an­leg­ur hluti borg­ar­lands­lags­ins.

Staðan á fjár­mál­um borg­ar­inn­ar er enda tákn­ræn: Þau eru í rusli. Öll grunnþjón­usta er að drabbast niður, en póli­tísku gælu­verk­efn­in þenj­ast út næst­um jafn­hratt og fjöl­miðlatrölla­svið borg­ar­stjóra,“ sagði Bjarni um stöðuna í Reykjavík.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -