Laugardagur 13. júlí, 2024
11.8 C
Reykjavik

Brotist inn í bíl í Ármúlanum um hábjartan dag: „Þetta var mjög óhugnaleg aðkoma“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Brotist var inn í bifreið í Ármúla á háannatíma í gær.

Starfsmaður í Ármúlanum í Reykjavík varð fyrir því óhugnalega atviki að brotist var inn í bíl hennar beint fyrir utan vinnustað hennar um hábjartan dag. Segir hún í samtali við Mannlíf segist hún telja að brotist hafi verið inn í bílinn á milli 14 og 17 í gær. Sagði hún að innbrotið hafi gerst fyrir utan glugga samstarfsfélaga hennar sem eru á annarri hæð en þeir hafi ekki tekið eftir neinu.

Í samtali við Mannlíf sagði hún að engu hafi verið stolið en allt hafi verið úti um allt í bílnum, skjöl, passamyndir barnanna og fleira sem geymt hafði verið í hanskahólfinu sem og hliðarhólfi en bæði hólfin voru galopin. „Þetta var mjög óhugnaleg aðkoma,“ sagði hún í samtali við Mannlíf.

Verkfæri upp á fleiri hundruð þúsund krónur eru í bílnum en telur hún einstaklinginn ekki hafa haft nægan tíma til að taka þau enda gatan sem bílnum er lagt við, afar fjölfarin. Konan sagðist aðspurð ekki hafa hringt í lögregluna enda engu stolið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -