Föstudagur 12. júlí, 2024
11.8 C
Reykjavik

Brynjólfur rak Tom Cruise út á gaddinn: „Já, þá geturðu bara drullað þér út!“ 

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Brynjólfur Sigurðsson skipstjóri er viðmælandi Reynis Traustason í nýjasta þætti Sjóarans.

Brynjólfur er mikill ævintýramaður og hefur einsett sér að prófa eins mikið og hann getur.  Hann starfar sem skipstjóri á Svalbarða. Báturinn er í eigu tveggja og annar þeirra, ástrali, að nafni Jason, sem starfar mikið fyrir kvikmyndageirann. Þess á meðal Mission Impossible, sem Hollywoodstjarnan Tom Cruise fór með aðalhlutverkið í.

„Flestallar náttúrumyndir sem eru gerðar um ísbirni, fyrir BBC og fleiri – Það eru þeir,“ útskýrir Brynjólfur og segir það mikið ævintýri að vinna á þessu sviði.

Aðspurður Tom Cruise segir Brynjólfur: „Ég kalla hann dverginn,“ og skellir upp úr.

„Hann er ekki hár í loftinu,“ útskýrir hann og segir að Tom Cruise sé fínn náungi og auðmjúkur.

Hvernig dastu inn í það að vinna með Tom Crusie?

- Auglýsing -

„Það er þessi freelance-ing og annað,“ og útskýrir Brynjólfur að það sé í gegnum eigenda bátsins, Jason.

Brynjólfur vann með Tom Cruise í rúman mánuð á Svalbarða við tökur myndarinnar Mission Impossible. Tvo skip voru í tengslum við tökurmar, annars vegar skipið sem Brynjólfur stýrði sem var með tækjabúnað og hins vegar farþegaskip. Áhöfn skipanna var um 250-300 manns.

„Ég get sagt þér eina sögu. Hann kom upp í brú,“ segir Brynjólfur og deilir frá þegar hann henti Tom Cruise út á gaddinn.

- Auglýsing -

„Hann var klæddur alveg eins og eskimói. Það var svo kalt, alveg skuggalegur kuldi. Það var farið að frjósa og við þurftum að kynda helvíti mikið svo það færi ekki að frjósa í rörunum,“ segir Brynjólfur og útskýrir að hann hafi verið fullmeðvitaður um kyndinguna.

Brynjólfur lýsir því þegar stórleikarinn Tom kemur askvaðandi inn í brú til sín og kvartar yfir að það sé of heitt – allt of heitt, [„Too hot on the bridge“]

Brynjólfur segist hafa verið annars hugar og upptekinn svarað stórstjörnunni:

„Já, þá geturðu bara drullað þér út!“

Undrandi hafi Tom spurt hvort það væri leyfilegt. „Já, out with you!,“ svaraði Brynjólfur hastur.

„I will not take the heat down, forget it,“ og segir að Tom hafi hlýtt skipun sinni og farið út á dekk. „Og þar stóð hann.“

Brynjólfur bætir við í lokin að það hafi verið virkilega gott að vinna með Tom Cruise, lýsir honum aftur sem auðmjúkum og segir hann hafa gengið jafnt á alla í áhöfninni og þakkað þeim fyrir samstarfið.

Hlusta má á þáttinn í heild hér

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -