- Auglýsing -
Dagbjört Elín Pálsdóttir er látin aðeins 43 ára að aldri.
Dagbjört Elín Pálsdóttir, sjúkraliði og fyrrum bæjarfulltrúi, er fallin frá 43 ára að aldri. Akureyri.net greinir frá. Foreldrar hennar eru Páll Jóhannesson og Margrét Hólmfríður Pálmadóttir og átti hún tvo bræður.
Dagbjört fæddist 1. September 1980 og varð bráðkvödd þann 18. október. Hún átti fjögur börn og var gift Þórarni Magnússyni. Dagbjört starfaði á hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð en hún var bæjarfulltrúi í bæjarstjórn Akureyrar frá 2016 til 2019 fyrir hönd Samfylkingarinnar.