Fimmtudagur 2. maí, 2024
6.8 C
Reykjavik

Dauðarefsing fyrir samkynhneigð: „Stjórnvöldum í Úganda er afstaða Íslands vel kunn“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Afstaða Íslands til nýrrar löggjafar í Úganda er snýr að réttindum samkynhneigra, er yfirvöldum í Afríkuríkinu fullkunn. Engar upplýsingar til um íslensk trúfélög í Úganda.

Fjársterkir trúarlegir þrýstihópar í Bandaríkjunum hafa um árabil dælt milljónum dollara til að viðhalda fordómum gegn hinsegin samfélaginu í fjölmörgum ríkjum Afríku, sér í lagi í Úganda en í sumar var dauðarefsingu komið á fyrir þann „glæp“ að vera samkynhneigður „af ásetningi.“ Mannlíf datt í hug að senda fyrirspurn á sendiráð Íslands í Kampala, Úganda og spyrja meðal annars hvort íslensk trúfélög hafi einhverja tengingu inn í stjórnmál landsins.

Samkvæmt svarinu sem Áslaug Karen Jóhannsdóttir, sérfræðingur hjá Utanríkisráðuneytinu sendi hefur sendiráðið í Kampala engar upplýsingar um hvaða trúfélög eða trúarhópar sem skráð eru á Íslandi starfi í Úganda. Sendiráðið hefur einning engar upplýsingar um hvort nokkur þeirra kunni að hafa styrkt ríkisstjórn landsins. Taka skal fram að ekkert bendir sérstaklega til þess að slíkt hafi átt sér stað.

Í svari Áslaugar kemur eftirfarandi einnig fram: „Rétt er að árétta í þessu samhengi að í stuðningi utanríkisráðuneytisins við félagasamtök í þróunarsamvinnu er áskilið að styrki megi hvorki nota til að stunda trúboð né áróður í þágu stjórnmálaflokka. Þá er við mat á umsóknum byggt á því að aðstoðin sé óhlutdræg og mismuni ekki þörfum fólks meðal annars á grundvelli trúarbragða eða kynhneigðar.“

Mannlíf spurði Áslaugu einnig hvort mótmælum frá ráðuneytinu, vegna hinna nýju laga hafi verið komið til yfirvalda í Úganda. Ekki stóð á svari:

„Ísland tekur virkan þátt í bandalagi ríkja sem vinna saman að því að tryggja að hinsegin fólk hvarvetna fái notið allra mannréttinda (Equal Rights Coalition, ERC). Ísland tók undir sameiginlegt bréf bandalagsins til forseta Úganda sem sent var í byrjun apríl þar sem lýst var yfir áhyggjum vegna lagasetningarinnar, sem grafi undan mannréttindum og grundvallarfrelsi allra íbúa Úganda. Ísland hefur einnig komið afstöðu Íslands hvað varðar mannréttindi og réttindi hinsegin fólks á framfæri við sendiherra Úganda gagnvart Íslandi. Þá hefur Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra gagnrýnt löggjöfina harðlega, meðal annars í færslu á X (þá Twitter) 30. maí sl. „I am deeply shocked and saddened by the enactment of the Anti-Homosexuality Act of Uganda. It is a travesty that constitutes a gross violation of human rights. It is unacceptable that people are forced to live in fear because of who they love or how they express their love“.“

- Auglýsing -

Þá sagði Áslaug að daginn eftir hafi sendiherra Noregs í Kampala flutt ræðu fyrir hönd norrænu sendiráðanna þar sem lagasetningunni var mótmælt.

„Daginn eftir, 31. maí, flutti svo sendiherra Noregs, fyrir hönd norrænu sendiráðanna í Kampala, ræðu í sameiginlegri þjóðhátíðarmóttöku Norðurlanda þar sem lagasetningunni var mótmælt. „The Nordics are ranked high on the list of prosperous countries. Inclusion of women in all aspects of the economy is a main reason for this. Inclusion of all citizens in the health system is another. Inclusion of all citizens – not exclusion and persecution of groups based on what they think and who they are, make sense in all aspects of building strong, just and economically viable nations – as the Nordics. This is just one of many reasons why we do not support exclusion, persecution and undue punishment of the LGBT-community, as prescribed in the Anti-Homosexuality Act just signed into law by HE the President of Uganda“.“

Þá bætti Áslaug því við í lokin að í fyrra Ísland hafi beint tilmælum til stjórnvalda í Úganda um afglæpavæða samkynja sambönd.

- Auglýsing -

„Í fyrra beindi svo Ísland þeim tilmælum til stjórnvalda í Úganda þegar þau gengust undir allsherjarúttekt mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna, að afglæpavæða samkynja sambönd eða samþykk samkynja samræði á milli einstaklinga (e. decriminalize sexual relations between consenting adults of the same sex). Stjórnvöldum í Úganda er því afstaða Íslands til umræddrar löggjafar vel kunn.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -