Miðvikudagur 17. júlí, 2024
12.8 C
Reykjavik

„Ég sagði að það kæmi aldrei til greina að afhenda Evrópusambandinu yfirráðin yfir fiskinum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég sagði að það kæmi aldrei til greina að afhenda Evrópusambandinu yfirráðin yfir fiskinum,“ segir Jón Bjarnason, fyrrverandi Sjávarútvegsráðherra í nýjum þætti Sjóarans. Jón stóð meðal annars fyrir því að strandveiðikerfið var sett á laggirnar en átökin við Evrópusambandið segir hann hafa snúist meðal annars um makrílinn.

„Átökin snerust til dæmis um makrílinn. Makríllinn gengu hér inn á fiskisklóðina í gríðarlegu magni þarna árunum 2008, 2009 og 2010 og Evrópusambandið neitaði því og sagði að þetta væri bara uppspuni,“ segir hann en á þessum árum veiddust fleiri hundruð tonn af fiskinum.

Jón setti vinnuskyldu á makríl sem kom í veg fyrir að hægt væri að sópa honum upp með sama hætti og áður. Þarna kom nýr fiskur inn sem skapaði vinnu og í kjölfarið var farið að frysta og vinna makríl um allt land. Þáttinn má hlusta á í heild sinni hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -