Mánudagur 15. júlí, 2024
14.8 C
Reykjavik

Egill efast um fall ríkisstjórnarinnar: „Erlendis myndi þetta líklega þykja stórundarlegt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sjónvarpsmaðurinn og samfélagsrýnirinn Egill Helgason efast um að álit Umboðsmanns Alþingis á hvalveiðibanni Svandísar Svavarsdóttur felli ríkisstjórnina en málið sé svo lítilfjörlegt í augum kjósenda. 

Það væri saga til næsta bæjar ef ríkisstjórnin félli út af hvalveiðum. Stjórnarsamstarfið er orðið þreytt og margir innan stjórnarliðisins farnir að ókyrrast verulega,“ segir Egill í færslu á samfélagsmiðlinum Facebook og vísar í frétt mbl.is um málið.

Þarna gæti verið tækifærið fyrir þá til að sleppa úr stjórnarsamstarfinu. Fyrir VG gæti líka verið freistandi að láta steyta á hvalveiðunum– þau gætu þá sagt að þau hefðu tekið prinsíppafstöðu máli sem tengist umhverfisvernd,“ en flokkurinn hefur gefið sig út fyrir að standa fyrir umhverfissjónarmiðum en margir telja að það eigi ekki lengur við flokkinn.

„Svandís myndi þá líklega leiða flokkinn í kosningum og gæti togað fylgið eitthvað upp.  Katrín Jakobsdóttir gæti þá jafnvel farið í forsetaframboð – standi hugur hennar til þess. Og þó – gagnvart kjósendum eru hvalveiðar aðeins of lítilfjörlegt mál til að sprengja ríkisstjórn. Það er ekki eins og afkoma þjóðarinnar velti á því hvort hvalir séu veiddir hér. Og erlendis myndi þetta líklega þykja stórundarlegt,“ skrifar Egill svo að lokum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -