Miðvikudagur 17. júlí, 2024
11.8 C
Reykjavik

Eiginmaður Svövu myrtur og hún segir lögreglu brjóta á sér:„Þeir komu inn með byssur og allt saman“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Svava Guðmundsóttir missti eiginmann sinn í október síðastliðinn en hann var stunginn til bana. Hún var sat í fangaklefa í fjóra daga og var þá færð í einangrun. Henni var að lokum sleppt og útilokað að hún hafi nokkuð með morð eiginmanns síns að gera. Í nótt var Svava handtekin ásamt kunningja sínum á hóteli fyrir norðan.

Sjá einnig: Tómas Waagfjörð var myrtur á Ólafsfirði

Segir hún hóp sérsveitarmanna hafa brotist inn á herbergi þeirra, vopnaðir skotvopnum og beitt hana óþarflegri hörku. „Ég er öll lurkum lamin. Þeir komu inn með byssur og allt saman. Það var búið að hringja og segja að við værum vopnuð. Þeir hefðu getað bankað upp á og fengið að koma inn skoða. Þeir hefðu ekki þurft að koma inn með þessi læti,“ segir Svava í samtali við Mannlíf. Hún telur lögreglu hafa brotið á sér, meðal annars með því að neita henni um læknisaðstoð, en hún hafði orðið fyrir líkamsárás stuttu áður. Svava segir engan hafa viljað segja henni frá ástæðu handtökunnar. Ég fékk bara kvíðakast, var í klefa beint á móti klefanum sem ég var í þegar maðurinn minn dó. Ég vissi ekkert hvað var að ske, það vildi enginn segja mér neitt. Ég fékk ekki að vita fyrr en í skýrslutöku sólahring seinna að ég er bara vitni.“ Svava segir tvímenningana hafa lent í útistöðum við konu sem hafi sett sig í samband við lögreglu og sagt þau vera vopnuð og hættuleg.

Svava segist hafa síendurtekið beðið um að fá samband við lögfræðing sinn en því hafi ekki verið fylgt eftir fyrr en nokkrum klukkustundum seinna. Henni var haldið í um sólahring og segist ekki hafa fengið neina næringu, að frátöldum þremur kexkökum og djúsglasi sem hún þurfti að grátbiðja um.  Svava segist hafa verið í talsverði áfengisneyslu, að hún noti áfengið til að deyfa sorg. Hún lýsti fráhvarfseinkennum sem hún upplifði í haldi lögreglu en fékk engar úrlausnir þar á. „Ég er búin að fara þrisvar upp á bráðamóttöku hjá geðdeild til þess að vera löggð in og fá hjálp, mér er alltaf hent út.“ Svava lýsir töluverðum fordómum sem hún hefur orðið fyrir vegna samfélagsstöðu sinnar, þrátt fyrir ítrekuð áköll á hjálp, hafi hún alltaf verið rekin á dyr. „Þetta eru fordómar, ég var næstum því dáin uppi á spítala því þeir álitu mig sem fíkil og tóku ekki mark á því þegar ég fór að verða gul í augunum. Það má ekki senda mig af spítalanum áður en niðurstöður úr blóðrannsókn koma en þeir gerðu það. Móðir mín spurði hjúkrunarfræðinginn hreint út hvort að þetta væru fordómar og hún svaraði „Já,því miður er oft litið svona á fíkla“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -